fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Þetta fengu stelpurnar eftir fréttirnar – „Ég vona að fjölskyldan þín deyji hægt úr krabbameini“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 13. september 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær Lára Clausen og Nadía Sif Líndal opnuðu sig um nóttina með ensku strákunum og það sem gekk á eftir það í hlaðvarpsþáttinn Podcast með Sölva Tryggva.

Lára og Nadía hafa verið umtöluðustu manneskjur Íslands undanfarna viku eftir að þær áttu stefnumót við tvo meðlimi enska landsliðsins í knattspyrnu, þá Mason Greenwod og Phil Foden, síðustu helgi. Eftir að DV greindi frá stefnumótinu, sem var í andstöðu við sóttvarnarlög þar sem fótboltakappanir áttu að vera í sóttkví, vakti málið heimsathygli.

„Er eitthvað óeðlilegt við það?“

„Við vorum bara í einhverjum galsa og fannst þetta fyndið og spennandi og vissum ekkert nákvæmlega hversu frægir þeir væru,“ sagði Lára í þættinum um myndböndin sem þær tóku.

„Já vinir okkar voru bara að fríka út,“ bætti Nadía þá við. Vinir stelpnanna vildu ólmir frá myndir af stefnumótinu við Foden og Greenwood og þær urðu við þeirri beiðni.

„Þetta eru bara einhverjir fótboltastrákar, hvað meinarðu? Þeir eru bara á Íslandi og vildu hitta okkur, er eitthvað óeðlilegt við það?“ segja stelpurnar að þær hafi hugsað með sér þegar vinir þeirra töluðu um að það myndi enginn trúa þeim ef þær hefðu ekki myndir frá kvöldinu.

„Það er það sem mér finnst svo steikt“

Myndir og myndbönd þeirra Nadíu og Láru fóru í mikla dreifingu og vakti nóttin þeirra með strákunum heimsathygli. Nadía veltir því fyrir sér hvers vegna strákarnir sögðu þeim ekki að sleppa því að vera með síma. „Það er það sem mér finnst svo steikt,“ segir hún og bætir við að hvorugur þeirra hafi nefnt það að Foden ætti kærustu og barn.

„Hann nefndi ekki einu sinni að hann ætti barn, kærustu eða eitt né neitt,“ segir Lára. „Mason nefnir það ekki heldur og tekur myndband af Phil að kyssa mig og knúsa mig,“ segir hún einnig og hugsar hvers vegna Mason hafi verið að ýta undir þetta ef hann vissi að Phil ætti konu og barn.

„Þeir tóku alveg eitthvað af mér“

„Þessi alræmda mynd lítur út eins og hún hafi verið tekin í launsátri,“ segir Sölvi um myndina sem tekin var af Phil með buxurnar á hælunum. Lára viðurkennir að svo hafi verið og segir að það hafi ekki verið rétt að taka myndina. „Ég tek það á mig, ég gerði mér ekki grein fyrir þessu.“

Þá benda þær á að strákarnir hafi þó gerst sekir um svipað athæfi og tekið myndir af Láru. „Þeir tóku alveg eitthvað af mér,“ segir Lára. „Ekki einhverjar rassamyndir en ég var á toppnum og eitthvað svona.“

Þær vita síðan ekki hvort strákarnir hafi sent einhverjar myndir af þeim á vini sína. „Ekki hugmynd, við vitum ekkert hvort allt landsliðið hafi fengið þetta.“

„Þið eigið ekki skilið að lifa“

Í kjölfar fréttana af nóttinni örlagaríku fengu stelpurnar mikið af ljótum skilaboðum, bæði frá Íslendingum og Englendingum. „Ég vona að fjölskyldan þín deyji hægt úr krabbameini,“ sagði meðal annars í einum skilaboðum sem þær fengu.

Lára segir að þær hafi fengið skilaboð frá fólki sem sagði þeim að drepa sig. „Drepið ykkur, þið eigið ekki skilið að lifa, þið eruð búnar að eyðileggja ferilinn hjá þessum strákum,“ sagði til að mynda í einum skilaboðum. „Ég enda á því að loka á Instagrammið mitt,“ segir Nadía eftir að hafa fengið þessi ljótu skilaboð.

Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni:

https://youtu.be/dow0ITEKOKk

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum
433Sport
Í gær

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót
433Sport
Í gær

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans