fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Marg dæmdur ofbeldismaður stal kafarabúningi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. september 2020 13:09

Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og fjögurra ára gamall maður, Andri Vilhelm Guðmundsson, hefur verið verið sakfelldur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fimm afbrot, þar af er eitt þjófnaður á köfunarbúnaði úr bíl, sem í ákæru er sagður vera 1.000 evra virði, sem er andvirði um 165.000 íslenskra króna. Önnur afbrot eru umferðarlagabrot og varsla fíkniefna, auk brota á vopnalögum, fyrir að hafa borið dúkahníf á almannafæri.

Andra er dæmdur hegningarauki vegna þess að með þessum brotum rauf hann lögreglusátt sem hann gerði árið 2019 vegna annarra brota. Andri á langan brotaferil að baki, meðal annars fyrir mjög alvarlegar líkamsárásir.

Sumarið 2019 þyngdi Landsréttur dóm  yfir honum og dæmdi hann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottafulla líkamsárás sem var framin árið 2016. Var árásin tilefnislaus en hann réðst á mann á skemmtistað og sló hann þungu hnefahöggi í andlitið sem varð til þess að þrjár tennur brotnuðu í munni hans. Hlaut maðurinn einnig áverka í andliti.

Árið 2011 var Andri dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás sem framin var á nýársmorgun. Veittist Andri að manni við Hótel 1919 í Hafnarstræti í Reykjavík, sparkaði í hann svo hann féll í gangstéttina og sparkaði ítrekað í höfuð mannsins. Afleiðingarnar urðu þær að þolandinn höfuðkúpubrotnaði og var í lífshættu.

Fyrir afbrotin sem Andri var núna sakfelldur fyrir var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum ævilangt.

Sjá dóm héraðdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“