fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Dæmdur í fangelsi í héraðsdómi en finnst ekki til að birta honum dóminn

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 8. september 2020 20:40

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem dæmdur var í 45 daga fangelsi fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur mætti aldrei í dómsal á meðan á meðferð málsins gegn sér stóð. Þar sem hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu var lögreglu falið að birta manninum dóminn. Það tókst heldur ekki. Er nú dómurinn birtur í lögbirtingarblaðinu og hefur því manninum verið birtur dómurinn í skilningi laga. Má hann því búast við að vera boðaður í afplánun, en af reynslunni að dæma kann að reynast þrautinni þyngri að finna manninn til að birta honum boðunina.

Maðurinn var í júní á þessu ári sakfelldur fyrir að aka bifreið í tvígang undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja. Fyrst í nóvember á síðast ári en þá mældist í blóði mannsins amfetamín og slævandi lyf, og aftur í desember í fyrra þegar aftur mældist amfetamín í blóði.

Árið 2017 var manninum gert að greiða 280 þúsund króna sekt vegna fíkniefnaaksturs auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í 18 mánuði. Í september 2018 var hann dæmdur til að greiða aðrar 420 þúsund krónur í sekt og sviptur í þrjú ár. Í febrúar á þessu ári var maðurinn svo dæmdur fyrir að hafa ekið bifreið þrisvar undir áhrifum fíkniefna. Hefur hann því gengist við eða verið dæmdur fyrir að aka sjö sinnum undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja.

Í dóminum frá því í júní segir að maðurinn hafi ekki mætt við dómsuppsögu og var lögreglu því falið að birta fyrir manninum dóminn. Lögregla segist ekki hafa tekist það verk, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Sem fyrr segir er manninum í þessum nýjasta dómi gert að sæta 45 daga fangelsi og greiða 305 þúsund krónur í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast