fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Slöpp viðbrögð Landlæknis vegna ástandsins á Skjóli

Heimir Hannesson
Laugardaginn 12. september 2020 10:40

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfjöllun DV um Skjól í síðustu viku fékk miklar undirtektir frá fyrrverandi og núverandi starfsmönnum Skjóls. Eitthvað minna fór fyrir viðbrögðum stjórnenda og Landlæknis.

Í síðustu viku fjallaði DV um bagalegar aðstæður á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Stigu þar fram heimildarmenn DV sem vildu ekki koma fram undir nafni af ótta við að missa vinnuna. Í kjölfar birtingar DV á umfjöllun sinni steig önnur kona fram opinberlega á samfélagsmiðlum og vísaði til sinnar eigin reynslu. Tók hún bæði undir umfjöllun DV og sagði sína sögu af aðstæðum á heimilinu. Sagði stúlkan meðal annars frá því að heimilisfólk væri bundið í hjólastóla, illa sinnt, grátandi og svipt reisn sinni.

Alls staðar virðist sagan vera sú sama. Fjársvelti leiðir til manneklu. Mannekla leiðir til skerðingar á þjónustu og úlfúðar meðal starfsfólks. Þjónustuskerðingin og úlfúðin bitnar á heimilisfólki.

Fálætisleg viðbrögð

DV leitaði eftir viðbrögðum Landlæknis vegna umfjöllunarinnar.

Embættið vísar í svari sínu til úttektar sinnar frá árinu 2019, sem DV vísaði til í frétt sinni. „Fram kom í úttektinni að starfsfólk í Skjóli lætur sér annt um íbúa og leggur sig fram um að tryggja lífsgæði og velferð þeirra. Aðalvandi heimilisins er tengdur undirmönnun sem leiðir til aukins álags á starfsfólk og felur í sér hættu á skerðingu á þjónustu við íbúana,“ segir í skriflegu svari embættisins. Segir þar jafnframt að oft hafi verið látnar í ljós áhyggjur af mönnun á hjúkrunarheimilum, vegna þekktra áhrifa mönnunar á gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu.

Þar kemur enn fremur fram að stjórnendur hafi tjáð óánægju sína með ónóga fjármögnun, og sagt að fjárskortur gæti komið niður á þjónustu við íbúa. Segir Landlæknir jafnframt að mat embættisins hafi verið að grípa þyrfti til markvissra aðgerða til að bregðast við mönnunarvandanum. Enn er óljóst hvaða aðgerðir það eru eða hvort til þeirra hafi verið gripið. Þó segir Landlæknisembættið við DV að ákveðið hafi verið að fylgja eftir hlutaúttektinni 2019 ári síðar, en að henni hafi svo verið frestað vegna faraldurs COVID-19. Þeirri úttekt er nú lokið og verður skýrslan birt innan skamms á vefsíðu embættisins.

Frá og með næsta ári, að sögn embættisins, er ætlunin að allir veitendur heilbrigðisþjónustu skili inn árlegum gæðauppgjörum til Landlæknis. Munu þau innihalda upplýsingar um umbótastarf, gæðamál, atvikaskráningar og þjónustukannanir.

Heimildir sjaldan nýttar

Í lögum um Landlækni og lýðheilsu er Landlæknisembættinu veitt heimild til þess að stöðva rekstur hjúkrunarheimilis þar til bætt hefur verið úr annmörkum, sem embættið telur vera á rekstri þess, eða stöðva rekstur þess að fullu. Ljóst er að þessu úrræði hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, verið beitt.

DV spurði Landlækni til hvers þyrfti að koma til þess að þessu úrræði yrði beitt, en hafði ekki fengið svör þegar blaðið fór í prentun.

Þessi frétt birtist fyrst í blaði DV síðustu helgi. Fyrir upplýsingar um áskrift má senda tölvupóst á askrift@dv.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið