fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Krabbameinsfélagið segir SÍ leyna gögnum – „Grafalvarlegt“ að gera ekki viðvart

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 5. september 2020 17:26

Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands 

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krabbameinsfélagið hefur ekki fengið gögn frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins. Þar kemur fram að félagið hafi óskað eftir því í gær að Sjúkratryggingar Íslands afhentu félaginu gögn sem vísað var til í Kastljósi síðastliðið fimmtudagskvöld.

Á hádegi í dag höfðu Sjúkratryggingar ekki orðið við beiðninni. Því fór félagið í dag fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum vegna þess vantrausts sem fram kom af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga á öryggi starfsemi Leitarstöðvarinnar. Sjúkratryggingar höfnuðu þeirri beiðni.

Krabbameinsfélagið segir ástandið grafalvarlegt og lýtur svo á að Sjúkratryggingar íslands leyni gögnum fyrir sér. Í tilkynningunni segir:

„Tilefni beiðnarinnar er að í Kastljósi var birt viðtal við fulltrúa Sjúkratrygginga í starfshópi um endurskoðun kröfulýsinga vegna skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum. Yfirlýsingar hans komu fulltrúum Krabbameinsfélagsins sem sátu í starfshópnum í opna skjöldu. Efni þeirra hafi heldur ekki komið fram í tengslum við endurnýjun þjónustusamnings félagsins við Sjúkratryggingar um skimanirnar, sem á undanförnum þremur árum hefur verið framlengdur fimm sinnum.

Krabbameinsfélagið telur grafalvarlegt ef heilbrigðisyfirvöld hafa búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að félaginu eða starfsfólki Leitarstöðvar hafi verið gert viðvart.

Það skal ítrekað að Sjúkratryggingar hafa ekki gert neinar úttektir á framkvæmd þjónustusamningsins.

Krabbameinsfélagið vinnur að hagsmunum krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra með það að markmiði að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa og bæta lífsgæði þeirra sem greinast og lifa með krabbamein. Öryggi og velferð kvenna sem nýta sér boð um skimun hefur ávallt skipt félagið miklu máli. Hluti af því er að viðhalda trausti á gagnsemi skimana og að þær veiti konum ekki falskt öryggi.

Krabbameinsfélagið hefur upplýst bæði landlækni og heilbrigðisráðuneytið um þá stöðu sem uppi er.​“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“
Fréttir
Í gær

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða