fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Hatrömm forræðisdeila – Sakaður um alvarlegt ofbeldi en segir konuna hafa brotið rúðu í bíl sínum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. september 2020 14:30

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur hafnað kröfum hjóna sem eru í skilnaðarferli um breytingu á forsjá tveggja barna þeirra. Staðfestir Landsréttur þar með dóm héraðsdóms frá því fyrr í sumar. Konan vill að hún fái fullt forræði yfir börnunum en eiginmaðurinn vildi að börnin hefðu lögheimili hjá honum.

Í málflutningi sakað konan manninn um alvarlegt heimilisofbeldi gegn sér, svo alvarlegt að hún hefði þurft að flýja heimili sitt með börnin. Hafi hún orðið smeyk um eigið líf og líf barnanna. Maðurinn neitar þessu en segir að konan hafi með blekkingum laumast af heimilinu með hjálp starfsmanns félagsmálayfirvalda. Hún sakaði manninn jafnframt um að neyta fíkniefna reglulega. Því neitaði maðurinn einnig.

Maðurinn sakaði konuna um að hafa ráðist að sér og brotið rúðu í bíl hans. Sagði hann konuna hafa verið erfiða í skapi, tekið reiðiköst, ráðist að sér og kastað í sig hlutum.

Konan sagðist hafa búið í Kvennaathvarfinu í langan tíma uns hún gat flutt í núverandi húsnæði. Hún telur að það sé börnunum fyrir bestu að hún fái fullt forræði á meðan skilnaðarmál þeirra er í gangi, svo að þau búið við stöðugleika og ró.

Niðurstaða bæði Landsréttar og héraðsdóms var hins vegar sú að forsjáin verði óbreytt, börnin búi viku í senn hjá hvoru foreldrinu, en hafi lögheimili hjá móðurinni, og skal maðurinn borga einfalt meðlag með hvoru barni fyrir sig.

Sjá dóm Landsréttar og héraðsdóms

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jabra Evlove2 85 vinsælustu vinnuheyrnartólin 2025

Jabra Evlove2 85 vinsælustu vinnuheyrnartólin 2025
Fréttir
Í gær

Umdeildasta trúfélag landsins heyrir sögunni til

Umdeildasta trúfélag landsins heyrir sögunni til
Fréttir
Í gær

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa
Fréttir
Í gær

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“
Fréttir
Í gær

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Í gær

Elmar fékk þungan dóm

Elmar fékk þungan dóm