MMR gerði á dögunum 23. – 28. júlí 2020 könnun á jákvæðni Íslendinga í garð erlendra ferðamanna á Íslandi. Heildarfjöldi svarenda í könnun MMR var 951 einstaklingur.
Helstu niðurstöður voru:
- Hlutfall þeirra sem kváðust jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum jókst milli ára úr 66% í 73%.
- Hlutfall þeirra sem sögðust neikvæð gagnvart erlendum ferðamönnum reyndist 8% og hefur ekki mælst lægra síðan 2015 (þegar mælingar MMR á jákvæðni gagnvart erlendum ferðamönnum hófust).
- Karlar, þau sem voru eldri og íbúar höfuðborgarsvæðisins almennt jákvæðari en konur, þau sem voru yngri eða búsett á landsbyggðinni.
Gott er að taka fram að allar niðurstöður hafa einhver vikmörk sem miðað við 1000 svarendur geta verið allt að +/-3,1% (þ.e. líklegt er að raunverulegt fylgi þess sem mælt er, sé einhvers staðar á bili sem er 3,1% hærra eða lægra en niðurstaða könnunarinnar gefur til kynna).
Meira er hægt að fræðast um niðurstöður könnunarinnar hér.