fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Iceland Airwaves frestað um ár

Auður Ösp
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 10:21

Frá Iceland Airwaves hátíðinni 2012. Mynd/Ernir Eyjólfsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur verið frestað um eitt ár vegna nýlegar breytingar á samkomutakmörkunum og hertari aðgerða við landamærin. Í tilkynningu frá kemur fram að skipuleggjendur vilji leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu vírusins. Hátíðin mun eiga sér stað á næsta ári, 3. – 6. nóvember 2021.

„Það er okkar hjartans mál að öryggi og heilsa gesta okkar og starfsfólks sé í fyrirrúmi og að öllum reglum sé fylgt. Þetta þýðir hinsvegar að það er því miður ekki hægt að halda hátíðina í ár.  Við skoðuðum alla möguleika, til dæmis að minnka hátíðina, fækka tónleikastöðum, hólfa áhorfendur, skerða aðgengi að ákveðnum viðburðum og fleira, en sama svarið blasti alltaf við; það er ómögulegt hægt að halda hátíðina í ár svo vel sé.“

Jafnframt kemur fram í tilkynningunni að  að listamennirnir sem búið var að tilkynna munu allir koma fram á hátíðinni á næsta ári.  Auk þess eru  25 ný atriði tilkynnt. Skipuleggjendur segja 2020 hafa verið erfitt ár fyrir tónlistargeirann en þeir hlakki til að geta komið saman á ný á næsta ári, fyrir tónlistina.

Hér að neðan má finna tilkynninguna í heild sinni:

Öryggið skiptir alltaf öllu máli hjá Iceland Airwaves. Eftir nýlegar breytingar á samkomutakmörkunum og hertari aðgerðir við landamærin viljum við hjá Iceland Airwaves leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu vírusins. Það er okkar hjartans mál að öryggi og heilsa gesta okkar og starfsfólks sé í fyrirrúmi og að öllum reglum sé fylgt. Þetta þýðir hinsvegar að það er því miður ekki hægt að halda hátíðina í ár. 

Við skoðuðum alla möguleika, til dæmis að minnka hátíðina, fækka tónleikastöðum, hólfa áhorfendur, skerða aðgengi að ákveðnum viðburðum og fleira, en sama svarið blasti alltaf við; það er ómögulegt hægt að halda hátíðina í ár svo vel sé.

Hátíðin mun því eiga sér stað á næsta ári, 3. – 6. nóvember 2021 og það gleður okkur mjög að staðfesta hér með að listamennirnir sem búið var að tilkynna munu allir koma fram á hátíðinni á næsta ári. Auk þess tilkynnum við í dag 25 ný atriði.

Þau ykkar sem eiga miða á hátíðina í ár og vilja fara á hátíðina 2021 þurfið ekkert að aðhafast, miðinn gildir áfram. Þú fékkst miðann á lægsta mögulegu miðaverði, verðið mun ekki lækka upp úr þessu. Okkur þætti vænt um að miðahafar myndu halda í miðana sína og þannig styðja við íslenska tónlistargeirann og tónleika- og skemmtanahald á Íslandi sem á undir högg að sækja þessa dagana eins og svo margir aðrir.

Ef að miðahafar geta ekki nýtt miðana á næsta ári geta þeir óskað eftir endurgreiðslu innan við 14 daga, eða fyrir 9. september 2020 kl 23:59, með því að hafa samband við Tix miðasölu: info@tix.isAthugið að miðaverð mun ekki lækka í framtíðinni.

Aðilar sem hafa keypt pakkaferð í gegn um Icelandair munu fá tölvupóst frá Icelandair Holidays með frekari upplýsingum. 

Alþjóðlegu atriðin sem eru tilkynnt í dag eru meðal annars post-pönk samsteypan frá Vancouver Crack CloudPorridge Radio frá Brighton sem hlutu titilinn „besta nýja tónlistin“ frá Pitchfork nýlega, Marie Davidson & L’Œil Nu, framúrstefnulegt k-pop frá suður kóreyska bandinu Balming Tiger, íslensk-norskt sóvíeskt þolfimis diskó frá Ultraflex og margt fleira.

Ný atriði tilkynnt í dag:

Any Other – Aragrúi – Ásta – Balming Tiger – Briet – Cell7 – Crack Cloud – Faux Real – Karina – HipSumHaps – ISAK – Kef Lavik – KLEIИ – Logi Pedro – Mammut – Mani Orasson – Marie Davidson & L’Œil Nu- Mugsion – Porridge Radio – Salome Katrin – Sara Parkman – sideproject – Sigrun Stella – Skoffin – Supersport! – Svala  – Thumper – Ultraflex

Atriði þegar tilkynnt:

ADHD – Andavald – Andy Svarthol – Benni Hemm Hemm – Black Pumas – BSÍ – CHLOBOCOP – Daði Freyr – Daughters of Reykjavík – dj. flugvel og geimskip – Dry Cleaning –  GRÓA – gugusar – Halldór Eldjárn – Júníus Meyvant – K.óla – Kiriyama Family – Krummi – Lynks Afrikka – Metronomy – MSEA – Myrkvi – omotrack – Oyama – Pale Moon – S.hel – sin fang – Sinmara – Sólveig Matthildur – Squid – Tami T

2020 hefur verið erfitt ár fyrir tónlistargeirann en við hlökkum til að geta komið saman á ný á næsta ári, fyrir tónlistina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin