fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Norskt móðurfélag fiskeldis á Vestfjörðum græðir milljarða

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 21:10

Fiskeldi í Patreksfirði. mynd/Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestfirski fréttamiðillinn BB.is greinir frá því í dag að Norway Royal Salmon, sem meðal annars á helmingshlut í Arctic Fish á Vestfjörðum hafi skilað hagði sem nemur 120 milljónum norskra króna, sem er í íslenskum krónum talið um 1,9 milljarður.

Segir vefurinn frá því að framleiðsla norska fiskeldisrisans hafi aukist um 59% frá því á sama tíma í fyrra og selt um 18% meira. Verð á eldislaxi lækkaði aðeins um 7% frá því Covid-19 faraldurinn hófst og má það teljast nokkuð gott í samhengi verðlags annarra afurða.

BB segir jafnframt frá því að lífmassi í sjó hafi aukist umtalsvert eða um fjórðung frá því á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu til norsku kauphallarinnar kemur fram að Arctic Fish sé nú loks farið að skila hagnaði, og sé ekki lengur í uppbyggingarfasa. Hagnaður af Arctic Fish hafi verið um 42 milljónir á 2. ársfjórðungi, samaborið við 20 milljóna tap í fyrra.

Arctic Fish reka fiskeldisstöðvar í Patreksfirði og í Dýrafirði og seiðaeldisstöð á Tálknafirði. Skrifstofur félagsins eru á Ísafirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
Fréttir
Í gær

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“
Fréttir
Í gær

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Í gær

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“