fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Norskt móðurfélag fiskeldis á Vestfjörðum græðir milljarða

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 21:10

Fiskeldi í Patreksfirði. mynd/Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestfirski fréttamiðillinn BB.is greinir frá því í dag að Norway Royal Salmon, sem meðal annars á helmingshlut í Arctic Fish á Vestfjörðum hafi skilað hagði sem nemur 120 milljónum norskra króna, sem er í íslenskum krónum talið um 1,9 milljarður.

Segir vefurinn frá því að framleiðsla norska fiskeldisrisans hafi aukist um 59% frá því á sama tíma í fyrra og selt um 18% meira. Verð á eldislaxi lækkaði aðeins um 7% frá því Covid-19 faraldurinn hófst og má það teljast nokkuð gott í samhengi verðlags annarra afurða.

BB segir jafnframt frá því að lífmassi í sjó hafi aukist umtalsvert eða um fjórðung frá því á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu til norsku kauphallarinnar kemur fram að Arctic Fish sé nú loks farið að skila hagnaði, og sé ekki lengur í uppbyggingarfasa. Hagnaður af Arctic Fish hafi verið um 42 milljónir á 2. ársfjórðungi, samaborið við 20 milljóna tap í fyrra.

Arctic Fish reka fiskeldisstöðvar í Patreksfirði og í Dýrafirði og seiðaeldisstöð á Tálknafirði. Skrifstofur félagsins eru á Ísafirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi