Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar eftir nóttina.
Tveir voru yfirheyrðir vegna gruns um þjófnað úr verslun í Skeifunni í gærkvöldi. Akstur útlendings var stöðvaður á Kringlumýrarbraut um miðnætti eftir að hraði bifreiðar hans mældist 120 km/klst en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Maðurinn gat ekki framvísað ökuskírteini eða skilríkjum. Ekki liggur því fyrir hvort hann dveljist löglega hér á landi. Mál hans verður skoðað í dag.
Á ellefta tímanum í gærkvöldi varð umferðaróhapp við Spöngina í Grafarvogi. Enginn meiddist en annar ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja.
Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum vímuefna.