fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Fólk með COVID-einkenni fer á mannamót

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 14:13

Alma Möller mynd/skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því miður er það að gerast að fólk sem er með einkenni COVID-19 fer á mannamót og greinist eftir það með veiruna. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi dagsins hjá Almannavörnum. Alma brýnir fyrir fólki sem finnur fyrir einkennum að halda sig heima, fara í sýnatöku og halda sig til hlé.

Helstu einkenni veirunnar undanfarið eru hálssærindi, vöðvaverkir og beinverkir. Minna algeng einkenni eru breyting á bragð- og lyktarskyni, ógleði, uppköst og niðurgangur.

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, fór yfir tölur helgarinnar. 117 eru í einangrun og hafa 30 bæst við frá síðasta upplýsingafundi sem var á fimmtudaginn. Nítján innanlandssmit greindust um helgina og sem betur fer voru 16 í sóttkví sem er betra hlutfall en undanfarið. Ellefu landamærasmit greindust, tvö eru staðfest virk, einn var með mótefni (þ.e. gamalt smit) en aðrir bíða greiningar.

Um eitt þúsund manns eru nú í sóttkví.

Maður sem lengi undanfarið hefur legið á sjúkrahúsi með sjúkdóminn hefur verið útskrifaður. Hins vegar var annar maður lagður inn á Landspítalann um helgina með veiruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu