fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Fjögur mál tengd skemmtistöðum til rannsóknar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 06:31

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með sóttvörnum á samkomustöðum í Reykjavík í gærkvöldi. Sex staðir í miðborginni voru heimsóttir og var ástandið mjög gott á fimm. Á þeim sjötta var starfsfólki gert að breyta borðskipan svo hægt væri að tryggja að tveggja metra reglan væri virt.

Fjórir staðir í hverfum 104 og 108 voru heimsóttir. Tveir voru til fyrirmyndar, á einum þurfti að gera smávægilegar breytingar á sætaskipan. Á þeim fjórða voru aðstæður óviðunandi þar sem of margir gestir sátu þétt á tilteknu svæði. Starfsfólki var gert að gera tafarlausar úrbætur og skýrsla var skrifuð um málið.

Um helgina var ástandið, með tilliti til sóttvarna, kannað á um 50 samkomustöðum á höfuðborgarsvæðinu. Ástandið var gott á flestum en fjögur brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu eru nú til rannsóknar eftir eftirlit helgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

500 fjölskyldur fá matarúttekt frá Krónunni og viðskiptavinum

500 fjölskyldur fá matarúttekt frá Krónunni og viðskiptavinum
Fréttir
Í gær

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur