Fjórir staðir í hverfum 104 og 108 voru heimsóttir. Tveir voru til fyrirmyndar, á einum þurfti að gera smávægilegar breytingar á sætaskipan. Á þeim fjórða voru aðstæður óviðunandi þar sem of margir gestir sátu þétt á tilteknu svæði. Starfsfólki var gert að gera tafarlausar úrbætur og skýrsla var skrifuð um málið.
Um helgina var ástandið, með tilliti til sóttvarna, kannað á um 50 samkomustöðum á höfuðborgarsvæðinu. Ástandið var gott á flestum en fjögur brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu eru nú til rannsóknar eftir eftirlit helgarinnar.