fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Gaf syni sínum verkjalyf og afleiðingarnar voru skelfilegar

Læknar vara við því að gefa börnum með hlaupabólu íbúprófen

Auður Ösp
Mánudaginn 18. desember 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfðum ekki hugmynd um að þessi lyf gætu verið hættuleg. Við komumst mjög nálægt því að missa hann,“ segir norsk móðir að nafn Stine Kråkenes Øvrelid. Þegar að 11 mánaða sonur hennar hafði verið með hlaupabólu í rúma viku ákvað hún að gefa honum verkjalyfið Nurofen til að slá á kvalirnar en afleiðingarnar voru þær að einkennin urðu margfalt alvarlegri og endaði drengurinn að lokum í öndunarvél. Stine deildi ljósmyndum af syni sínum á facebook í dögunum í þeim tilgangi að vara aðra foreldra við lyfinu.

Nurofen er bólgueyðandi lyf með verkjastillandi og hitalækkandi verkun og inniheldur virka efnið íbúprófen. Lyfið er meðal annars notað til að lækka hita hjá börnum en í fylgiseðli lyfsins er tekið fram að forðast skuli notkun lyfsins þegar börn hafa hlaupabólu.

Umrædd facebookfærsla Stine hefur vakið talsvert umtal í Noregi og hefur verið greint frá málinu í þarlendum miðlum. Atvikið átti sér stað fyrir rúmu ári en það var ekki fyrr en nú á dögunum að Stine ritaði færsluna í forvarnarskyni.

Í samtali við NRK segir Stine að hún hafi áður reynt að gefa syni sínum Isaac paracetamol til að slá á verkina en þegar það dugði ekki til gaf hún honum verkjalyfið Nurofen. Í kjölfarið urðu útbrot hans margfalt verri, hann fékk sýkingu í húð, átti í erfiðleikum með að anda og veiktist í kjölfarið af lungabólgu.

Ljósmynd/Facebook.
Ljósmynd/Facebook.

Var hann fluttur með hraði á bráðamóttöku Haukeland háskólasjúkrahússins í Bergen þar sem hann var í öndunarvél í níu daga. Eftir það tóku við tvær vikur á gjörgæslu og tvær vikur á barnadeild áður Isaac fékk loks að fara heim og þá leið töluverður tími þar til hann var fær um að ganga og borða sjálfur. Í samtali við NRK segir Stine að veikindi sonarins hafi verið „löng barátta“ en hann sé orðinn fullfrískur í dag.

Í samtali við TV2 segir Steinar Madsen, yfirmaður hjá Norska Lyfjaeftirlitsstofnuninni að „smávægilegur“möguleiki sé á því að einkenni hlaupabólu geti snarversnað við inntöku á verkjalyfjum sem innihalda íbúprófen og geti afleiðingarnar þá orðið alvarlegar. Þá tekur hann fram að stofnunin vinni nú að því að uppfæra leiðbeiningarnar sem fylgja lyfinu og gera þær skýrari hvað þetta atriði varðar.

Franziskus Johannes Bosse, yfirlæknir á barnaspítalanum í Haukeland tekur undir fullyrðingu Madsen í samtali við NRK og vísar í nýlegar rannsóknir. Brýnir hann fyrir foreldrum gefa börnum sínum ekki lyfið á meðan þau eru með hlaupabólu þar sem það getur meðal annars leitt til alvarlegrar streptókokkasýkingar. Þá segir Marianne Hunn, barnalæknir á Háskólasjúkrahúsinu í Osló að ávallt sé mælt með því að gefa börnum með hlaupabólu með parasetamól til að slá á verki og lækka hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“