fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Partýstand fram á nótt, keðju sveiflað og ruslatunna sprengd

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 17. ágúst 2020 07:24

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var annasöm nótt hjá lögreglunni. Komu keðja, partýlæti, lyftari og ruslatunusprenging þar meðal annars við sögu.

Maður var handtekinn í umdæmi stöðvar 3, í Kópavogi og Breiðholti, eftir að tilkynnt var um ógnandi mann sem sveiflaði keðju upp úr klukkan 20:00. Maðurinn var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Í sama umdæmi var tilkynnt um samkvæmishávaða laust fyrir klukkan 2 í nótt. Húsráðendur lofuðu að lækka þegar lögreglu bar að garði.

Stöð 1, Austurbær-Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes, tilkynnti um vinnuslys við höfnina laust fyrir klukkan 22.  Einn maður var fluttur á bráðamóttöku LSH eftir að hafa orðið fyrir lyftara og líklegt þykir að hann hafi fótbrotnað.

Einnig var tilkynnt um þjófnað úr verslun á Laugarvegi, þjófnað á grilli í Skerjafirði og konu í annarlegu ástandi, sem var handtekinn grunuð um þjófnað og vistuð í fangageymslu sökum ástands. Einnig voru nokkur útköll voru vegna hávaða í miðborginni. Öll málin voru afgreidd á vettvangi.

Á stöð 2, Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes, var tilkynnt um skemmdarverk klukkan 22:30 þar sem  ruslatunna hafði verið sprengd upp. Gerandinn var á bak og burt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð