fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Landhelgisgæslan birtir myndband úr TF-SIF af háskalegri eftirför fíkniefnasmyglara – Tæpt tonn af fíkniefnum um borð

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 13:58

mynd/landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar kom að aðgerð spönsku lögreglunnar sem gerði tæpt tonn af hassi upptæk á dögunum. Áhöfnin var við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi, við strendur spánar, þegar áhöfnin varð var við hraðbát með „torkennilegan varning“ um borð. Eftir að hafa gert höfuðstöðvum spænsku lögreglunnar viðvart fylgdi TF-SIF smyglurunum eftir þar til spænska lögreglan á hraðbát náði bátnum og handtók smyglarana fjóra sem um borð í bátnum voru.

963 kíló af hassi voru gerð upptæk og handtók fjóra. Mennirnir voru frá Marokkó, Belgíu og Frakklandi.

mynd/landhelgisgæslan

Áhöfnin hefur undanfarnar vikur sinnt landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópu og hefur á meðan haft aðsetur á Malaga á Spáni. Á liðnum vikum hefur áhöfn flugvélarinnar tekið þátt í 41 verkefni, komið að björgum 78 flóttamanna og komið upp um fleiri smygltilraunir á fíkniefnum til Evrópu.

Áhöfnin er lögð af stað til landsins og er væntanlega hingað síðar í vikunni.

Sjá má upptöku úr flugvél landhelgisgæslunnar hér að neðan, en ljóst er af henni að dæma, að um háskalega eftirför hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu