fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fréttir

Stefnir í eins metra reglu í skólum og leyfðan fótbolta

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 14:22

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi dagsins að nýtt minnisblað hans til heilbrigðisráðherra sé í vinnslu. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 13. ágúst. Þórólfur segir að til greina komi að taka upp eins metra reglu í stað tveggja metra reglu í skólum og við fleiri aðstæður þar sem erfitt er um vik með 2ja metra reglu. Eins metra fjarlægð minnkar hættu á smiti fimmfalt en síðan minnkar hættan tvöfalt við hvern metra í viðbót.

Einnig kemur til greina að leyfa íþróttir með snertingu aftur þann 13. ágúst en ef það verður samþykkt getur til dæmis Íslandsmótið í knattspyrnu hafist aftur.

Tveir greindust smitaðir í gær. Voru bæði smitin greind í Vestmannaeyjum en þangað beindi Íslensk erfðagreining sinni skimunarvinnu í gær. Bæði smitin eru úr hópsýkingu sem greind var í Vestmannaeyjum fyrir skömmu og hefur dreift sér víða.

Sagði Þórólfur að fá tilfelli síðustu daga væru vonandi vísbending um að verið sé að ná tökum á þessari hópsýkingu.

Þrír liggja nú á Landspítalanum með COVID-19. Í gær var tvítugur einstaklingur lagður þangað inn.

Íslensk erfðagreining hefur skimað 4.800 manns frá því í lok júlí. Ellefu hafa greinst smitaðir og eru þeir allir með sömu undirgerð veirunnar sem rakin er til einnar hópsýkingar.

Á landamærunum voru 2.900 skimaðir í gær og hjá sumum farþegum var um að ræða sýnatöku númer 2. Einn greindist með virkt smit og einn er í bið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi
Fréttir
Í gær

NATÓ-ríki íhuga að senda hermenn til Úkraínu

NATÓ-ríki íhuga að senda hermenn til Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinnumálastofnun mátti ekki neita fólki um atvinnuleysisbætur bara því þau voru eigendur, framkvæmdastjórar, stjórnarmenn eða prókúruhafar fyrirtækja í virkum rekstri

Vinnumálastofnun mátti ekki neita fólki um atvinnuleysisbætur bara því þau voru eigendur, framkvæmdastjórar, stjórnarmenn eða prókúruhafar fyrirtækja í virkum rekstri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sunak sagður hafa svikið loforð sem hann gaf syrgjandi móður

Sunak sagður hafa svikið loforð sem hann gaf syrgjandi móður