fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Breskar íþróttakonur verða fyrir áreiti á samfélagsmiðlum – „Vona að þú deyir úr krabbameini“

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 10. ágúst 2020 17:30

Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þriðjungur af breskum íþróttakonum, sem tóku þátt í könnun á vegum BBC, hafa orðið fyrir áreiti á samfélagsmiðlum. Áreitið er bæði í formi myndsendinga og athugasemda við þeirra eigin myndir.

„Undanfarin ár höfum við séð frábæra framþróun í því að kvennaíþróttir fái þá umfjöllum sem þær eiga skilið. Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að þessi sýnileiki hefur verið notfærður í misnotkun á íþróttastjörnunum okkar á netinu,“ segir Nigel Huddleston, ráðherra íþrótta í Bretlandi.

Niðurstöður könnunarinnar:

  • 86% (460) kvennanna eru með árstekjur undir meðallagi í Bretlandi.
  • 36% (191) finna ekki fyrir stuðningi frá félaginu sínu til að eignast barn og að halda áfram að iðka íþróttina.
  • 4% (22) hafa farið í fóstureyðingu vegna þess að þær héldu að barn myndi hafa áhrif á íþróttaferilinn þeirra.
  • 60% (321) sögðu að tíðablæðingar hafa áhrif á frammistöðu þeirra eða þær hafa misst af æfingu eða keppni vegna tíða. 40% (214) líður ekki vel að ræði tíðir við þjálfara.
  • 20% (347) hafa upplifað eða orðið vitni að kynþáttafordómum í sinni íþrótt.
  • 65% (347) hafa upplifað kynjamisrétti í sinni íþrótt en aðeins 10% (51) tilkynni það.
  • 21% (110) eru hræddar um að þurfa að hætta í sinni íþrótt vegna fjárhagsörðugleika tengdum kórónavírusnum.
  • 85% (456) finnst fjölmiðlar ekki gera nóg til að koma kvenna íþróttum á framfæri en 93% (498) finnst umfjöllun hafa batnað síðastliðin fimm ár.
  • 78% (416) eru meðvitaðar um líkamsímynd sína.
  • Hér er hægt að sjá allar niðurstöður.

Reynslusögur frá íþróttakonum

Áreiti sem íþróttakonur hafa orðið fyrir á samfélagsmiðlum snýst oft um líkamsímynd, frammistöðu eða kynbundið ofbeldi eins og að segja þeim að „fara aftur inn í eldhús“. Ein íþróttakona lýsti svívirðingum í sinn garð eftir lélega frammistöðu sem „ógnvekjandi“ og viðurkenndi að hún íhugaði að hætta að stunda íþróttina.

Pílukastarinn Deta Hedman varð fyrir kynþáttaníð eftir að hafa tapað leik. Hún fékk þau skilaboð að viðkomandi vonaði að hún myndi deyja úr krabbameini.

Ein íþróttakonan sagði frá því að hún hafi verið sögð of feit. Önnur sagði frá því að mynd af henni hafi birst á svæði sem var eingöngu stofnað til að setja út á galla kvenna. Vöðvar í fótum hennar voru sagðir gallar hennar.

BBC vinnur gegn hatursorðræðu

BBC sendi könnunina á 1.068 breskar íþróttakonur í 39 íþróttum. Svör bárust frá 537 þeirra. Könnunin var send til kvenna í meira í 30 íþróttagreinum, þar á meðal badminton, körfubolta, frjálsum íþróttum, hnefaleikum, fimleikum, fótbolta og skíðum. Er þetta í þriðja skiptið sem BBC gerir slíka könnun. Í kjölfar niðurstaðna hefur íþróttadeild BBC styrkt afstöðu sína gagnvart hatursorðræðu á samfélagsmiðlum sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi