fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Tveggja metra reglan ekki virt á veitingastöðum – Fíkniefnamál

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 06:23

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi höfðu lögreglumenn afskipti af tveimur veitingastöðum í miðborginni þar sem tveggja metra reglan var ekki virt. Starfsmenn staðanna brugðust við og færðu borð og stóla og báðu gesti um að færa sig til að tryggja að reglurnar væru virtar. Skýrsla var rituð um málið.

Í gærkvöldi höfðu lögreglumenn afskipti af manni í Breiðholti. Þegar ræða átti við manninn hljóp hann af stað en laganna verðir náðu honum. Hann er grunaður um vörslu fíkniefna og að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu.

Skömmu síðar var maður handtekinn í Breiðholti vegna gruns um að hann væri að rækta fíkniefni. Hald var lagt á rúmlega 20 plöntur auk tilbúinna efna og tækja. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Ekið var á kind og tvö lömb á Kjósarskarðsvegi í gærkvöldi. Flytja þurfti bifreiðina á brott með dráttarbifreið.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um vörslu fíkniefna og að hafa ekið sviptur ökuréttindum.

Umferðaróhapp varð í Kópavogi í nótt og reyndist ökumaður, sem átti aðild að því, vera sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK