fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Páll segir að staðan sé óþægileg og erfið – „Við höfum ekki fengið fullnægjandi svör“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 8. ágúst 2020 21:27

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR (fyrir miðju)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag. Þar ræddi hann um forkeppni Meistaradeildarinnar en KR tekur þátt í henni þar sem liðið varð Íslandsmeistari í fyrra.

KR er í smá veseni þar sem félagið þarf að upplýsa UEFA í síðasta lagi á þriðjudag hvort liðið geti spilað á heimavelli og hvort liðið geti yfir höfuð spilað. Öllum knattspyrnuleikjum á Íslandi hefur verið frestað til 13. ágúst en ekki er vitað hvernig framhaldið verður eftir það. Páll segir að KR hefði alltaf vonast eftir heimaleik en vegna skorts á svörum frá yfirvöldum er ekki vitað hvernig það ætti að fara fram.

„Það eru einmitt svör sem við vorum að vonast til að fá í síðustu viku og þess vegna getum við ekki sætt okkur við að fá ekki svör fyrr en 13. ágúst. Það er dregið á morgun og við þurfum að svara ekki síðar en á þriðjudag hvort við ætlum að spila heimaleik en við fáum ekki svör frá stjórnvöldum fyrr en 13. ágúst hvort við megum spila fótboltaleik yfir höfuð þá setur þetta okkur í óþægilega og erfiða stöðu og við höfum ekki fengið fullnægjandi svör og við getum ekki beðið til 13. ágúst.“

Pál segir að svörin sem komið hafa séu einfaldlega ekki nógu skýr. „Það er alltaf vísað til 13. ágúst að það sé alment æfinga- og keppnisbann en við vitum það allir og það þarf ekki vera sérfræðingur í sóttvörnum að staðan verði ekkert betri í landinu 13. ágúst en hún er í dag og við séum staddir í svokallaðri kúrvu sem við erum allir að verða betri og betri í en staðan verður ekkert betri þá.“

KR getur aðeins keppt við lið frá Írlandi, Noregi eða Skotlandi í ár en UEFA ákvað að skipta leikjum á ákveðin svæði vegna kórónuveirunnar. „Það eru ströng skilyrði sem UEFA hefur sett á lið í dag og maður hefur heyrt ýmsar kröfur sem hafa komið fram eins og lið sem ferðast á eigin vegum þurfi að ferðast ekki á almennu farrými heldur einkavélum. Þannig menn vonast eftir sem stystu flugi þannig við getum komist með sem hagstæðustum hætti,“ sagði Páll í þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Klopp orðaður við endurkomu – Myndi taka að sér annað starf

Klopp orðaður við endurkomu – Myndi taka að sér annað starf
433Sport
Í gær

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa
433Sport
Í gær

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“