fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Íslandsmeistaramóti í hrútadómum aflýst – Hrútaþuklið bíður betri tíma

Heimir Hannesson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 11:39

mynd/Sauðfjársetrið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestfirski fréttavefurinn BB greindi í morgun frá enn einum viðburðinum sem aflýst hefur verið vegna Covid-19. Í þetta skiptið er það ekkert annað en Íslandsmeistaramótið í hrútadómum sem fellur niður.

Íslandsmeistaramótið hefur verið haldið síðan 2003 og vakið mikla lukku. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur og er hans alla jafna beðið með eftirvæntingu. Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins sagði við DV að ómögulegt hafi reynst að útfæra mótið þannig að það rúmaðist innan sóttvarnareglna Almannavarna, svo því miður hafi ekki verið annað hægt en að slaufa keppninni þetta árið. „Í fyrra tóku um 60-70 manns þátt og gestir voru um 300,“ sagði Ester. „Nándin í keppninni sjálfri sé slík að hún sé óframkvæmanleg með 2ja metra reglunni.“ Ester segir sjálfa sig og kollega hennar á Ströndum bratta og var það að heyra á henni í samtali við blaðamann. Nú er unnið að undirbúningi að keppninni 2021 og ekkert annað í stöðunni en að gera það besta úr þessu öllu saman og hlakka til næsta árs.

Sauðfjársetrið er þó opið og eru þar ljósmyndasýning, sögusýning auk föstu sýningarinnar Sauðfé og sveitafólk á Ströndum. Frekari upplýsingar um Sauðfjársetrið má til dæmis nálgast hér.

mynd/Sauðfjársetrið

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fer svo fram að keppni fer fram í tveimur flokkum, flokki vanra og flokki óvanra. Hjá vönum hrútaþuklurum eru ráðunautar sem fara fyrir dómnefnd búnir að dæma fjóra hrúta fyrirfram og raða þeim í gæðaröð. Keppendur reyna svo með höndum og hugviti að vopni að komast að sömu niðurstöðu og dómararnir. Sá sem kemst næst stigagjöf og uppröðun dómara vinnur. Stigin eru veitt fyrir einstaka þætti í fari hrútsins, til dæmis vöðvauppbyggingu.

mynd/Sauðfjársetrið

Óvanir raða hrútum í sæti eitt til fjögur og færa rök fyrir máli sínu. Röksemdarfærslurnar geta svo orðið býsna skrautlegar, samkvæmt heimildum DV. Ester segja þetta þó vera alvarlega skemmtun. Bændur koma allstaðar að úr landinu, sumir til að taka þátt og aðrir til að fylgjast með. Á meðan keppni fer fram er boðið upp á kaffi og með því í Sauðfjársetrinu, sem er rétt sunnan við Hólmavík.

Jón Þór Guðmundsson frá Grafarholti í Hvalfjarðarsveit sigraði mótið í fyrra og fær því að halda titlinum Íslandsmeistari í hrútadómum í ár í viðbót. Hvort hann mæti galvaskur og verji titilinn 2021 er ekki vitað, en ljóst er á Ester að mótið verður haldið og eru allir velkomnir.

mynd/Sauðfjársetrið

DV hefur þegar boðað komu sína á mótið 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“