fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026

Fyrirsæta harðlega gagnrýnd fyrir að ferðast með COVID og smita ættingja

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 7. ágúst 2020 08:43

Isabel Jaime. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mexíkóska fyrirsætan og áhrifavaldurinn Isabel Jaime sætir nú harðri gagnrýni fyrir að hafa ferðast á meðan hún fann fyrir einkennum kórónuveirunnar. Hún hefur nú viðurkennt að hún hafi verið með COVID-19 og smitað nokkra ættingja og einn starfsmann. DailyStar greinir frá.

Hún greindi frá þessu á Instagram þar sem hún er með tæplega 230 þúsund fylgjendur.

Isabel sagðist hafa farið í brúðkaup bróður kærasta síns þar sem gestir hafi virt fyrirmæli um hæfilega fjarlægð frá næsta manni. Hún var dugleg að deila myndum úr brúðkaupinu, sem var í Cancun í júlí síðastliðnum.

https://www.instagram.com/p/CC19XmxHdq4/

Eftir brúðkaupið byrjaði Isabel að finna fyrir einkennum og ákvað að ferðast aftur heim til Monterrey. Hún sagði frá því á Instagram að hún greindist í kjölfarið með COVID-19 og hafi smitað nokkra fjölskyldumeðlimi og einn af þremur starfsmönnum sínum.

Fjöldi fylgjenda hennar gagnrýndu hana fyrir að ferðast með einkenni COVID-19. Gagnrýnin var svo mikil að á tímapunkti sagðist Isabel vera lögð í neteinelti. En stuttu seinna bað hún fylgjendur sína og samstarfs- og styrktaraðila afsökunar.

Mexíkó er í þriðja sæti á lista yfir þau lönd sem hafa misst flest mannslíf úr COVID-19. Rúmlega 50 þúsund manns hafa dáið úr sjúkdómnum samkvæmt Reuters. Það hafa rúmlega 460 þúsund manns greins með kórónuveiruna síðan í febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Kallað eftir brottreksti úr sjónvarpi eftir að hafa látið þessi orð falla í gær

Kallað eftir brottreksti úr sjónvarpi eftir að hafa látið þessi orð falla í gær
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Af silkihúfum og öðrum húfum

Svarthöfði skrifar: Af silkihúfum og öðrum húfum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Landar stærra starfi hjá Chelsea

Landar stærra starfi hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Haraldur fengið nóg: „Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun“

Haraldur fengið nóg: „Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Andrea Rut skrifar undir í Belgíu

Andrea Rut skrifar undir í Belgíu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Nauðgunardómur yfir Vilhelm stendur – Brottvikning rannsóknarlögreglumanns breytti engu

Nauðgunardómur yfir Vilhelm stendur – Brottvikning rannsóknarlögreglumanns breytti engu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.