fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Lögreglan á Austurlandi rannsakar furðulegan listaverkaþjófnað

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 13:36

mynd/fljotsdalsherad.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú stuld á tréskúlpturverki á Egilsstöðum. Fréttavefurinn Austurfrett.is greindi frá því í dag að skúlptúr Grétars Reynissonar sem staðið hefur undanfarin ár á grasbletti á milli Fagradalsbrautar og Landsbankans á Egilsstöðum hefði verið stolið.

Þjófnaðurinn virðist hafa átt sér einhvern aðdraganda, því undanfarin þrjú ár hefur hann staðið vörð um bankann í friði, þar til í síðustu viku. Örninn var þá fjarlægður af stalli sínum og fannst falinn inni í runna í námunda við bankann. Sagði Austurfrétt frá því að talsvert átak hafi þurft til þess að ná listaverkinu af undirstöðum sínum.

Fljótsdalshérað og Félag skógarbænda á Austurlandi efndu til samkeppnar um listaverk úr trjáviði á Skógardeginum mikla sem fram fór í Hallormsstaðaskógi fyrir þrem árum. Hlaut verk Grétars, umræddur örn, fyrstu verðlaun í samkeppninni.

Í kjölfar þjófnaðarins fyrir rúmri viku var gengið betur frá tréskúlptúrnum og örninn festur í steyptar undirstöður.

Það var svo starfsmaður áhaldahúss bæjarins sem varð fyrstur var við stuldinn í gærmorgunn, að því er segir á Austurfrétt. Styttan hafði þá fengið að standa í friði um helgina. Er haft eftir Óðni Gunnari Óðinssyni, skrifstofustjóra Fljótsdalshéraðs, að styttunni hafi verið ruggað til og síðan rifin upp.

Styttan er um 50 kíló að þyngd og 70 sentimetrar á hæð, og það því ljóst að það er ekki á hvers manns færi að rífa slíkt ferlíki upp af steyptum undirstöðum. Þjófnaðurinn á þessari veglegu eigu bæjarins hefur verið kærður til lögreglu og rannsakar, sem fyrr segir, lögreglan á Austurlandi nú málið. Biður lögreglan þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna í síma 444-0600, netfangid austurland@logreglan.is eða í gegnum Facebook síðu lögreglunnar á Austurlandi.

mynd/austurfrett.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“