fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Því haldið fram að Konráð sé ekki í hættu – „Við höfum ekkert tjáð okkur um það“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 10:28

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frétt RÚV í gærkvöld um Konráð Hrafnkelsson, sem ekkert hefur spurst til síðan á fimmtudag, segir að ekki sé talið að hann sé í hættu. „Ekki er talið að Konráð sé í hættu,“ segir í fréttinni og er það ekki skýrt frekar.

DV greindi fyrst frá málinu á laugardaginn, skömmu fyrir hádegi. Eins og þar kemur fram hefur ekki spurst til Konráðs síðan um níuleytið á fimmtudagsmorguninn. Síðast sást til hans á McDonalds-veitingastað í miðborg Brussel. Konráð er 1,78 m á hæð, var klæddur í bláar gallabuxur og hvíta Nike-skó. Hann var með bakpoka og húfu á höfði (hvorttveggja dökkt) og svört Marshall heyrnartól. Meðferðis hafði hann blátt reiðhjól, sem einnig er horfið.

Konráð stundar flugnám í Belgíu. Samkvæmt frétt RÚV átti hann að fara í próf þennan morgun.

DV hafði samband Karl Steinar Valsson, yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir þá staðhæfingu RÚV, að ekki sé talið að Konráð sé í hættu, ekki frá íslensku lögreglunni komna:

„Við höfum ekkert tjáð okkar um það. Það eina sem ég get tjáð mig um varðandi þetta mál er að það er komið til okkar og við erum í samskiptum við belgísk yfirvöld sem hafa forræði yfir málinu. Ég veit ekkert um þessa skoðun. Forræði málsins er í Belgíu og við erum í samvinnu við þá, við erum að aðstoða þá eins og við getum út frá okkar þætti en það er mjög óeðlilegt að við séum að tjá okkur um það hvernig þessu máli er háttað. Ég myndi ekki kunna við að eitthvert annað lögreglulið, sem væri ekki með alla þræði í málinu, væri að tjá sig um hvernig staðan í því er. Það er það sem ég sagði við RÚV,“ sagði Karl Steinar.

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Konráðs eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið Info.konni92@gmail.com.

Sjá nánar meðfylgjandi tilkynningu á Instagram.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast