fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Segir ólíkt Konráð að láta ekki vita af sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallað er um mál Konráðs Hrafnkelssonar í belgískum fjölmiðlum í dag. Konráð býr í Brussel í Belgíu en ekkert hefur til hans spurst síðan á fimmtudagsmorgun. Síðast sást til hans fyrir utan McDonalds-veitingastað í miðbæ Brussel um níuleytið á fimmtudagsmorguninn. Í frétt belgíska fjölmiðilsins sem hér er vísað til er haft eftir frænda Konráðs að það sé ólíkt honum að láta ekki vita af sér.

Sjá einnig: Íslendings saknað í Brussel – Ekki hefur spurst til Konráðs síðan á fimmtudagsmorgun

Konráð hefur búið í Belgíu árum saman og stundar nú flugnám. Hann starfar einnig fyrir matarsendingafyrirtækið Deliveroo. Unnusta Konráðs, Kristjana Diljá Þórarinsdóttir, og frændi hans, Peter-Paul Van Der Werff, skipulögðu eftir megni leit að Konráð í gær, en beðið er gagna frá lögreglu varðandi myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu þar sem síðast sást til Konráðs.

„Við skipulögðum leit sjálf og tóku um 20 manns þátt í henni, vinir hans og vinir mínir,“ segir Kristjana Diljá í spjalli við DV.

Konráð er 27 ára gamall og verður 28 ára á þessu ári.  Hann er 1,78 m á hæð, var klæddur í bláar gallabuxur og hvíta Nike-skó. Hann var með bakpoka og húfu á höfði (hvorttveggja dökkt) og svört Marshall heyrnartól. Meðferðis hafði hann blátt reiðhjól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur