fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 09:37

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra að flytja brunaeftirlit frá Reykjavík til Sauðárkróks hefur vakið hörð viðbrögð. Þann 1. janúar sameinuðust Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun undir einn hatt og undir nýju nafni, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Nú á að flytja brunasvið stofnunarinnar á Sauðárkrók og enginn starfsmannanna ætlar með.

Sjá einnig: Brunaeftirlit HMS lagt niður og endurreist á Sauðárkróki

Slökkviliðsmaðurinn Sigurjón Hafsteinsson birtir grein um þetta í Morgunblaðinu í dag þar sem hann hvetur ráðherra eindregið til að falla frá þessari ákvörðun, ella muni mikill mannauður og þekking glatast. Sigurjón veltir því líka fyrir sér af hvaða hvötum þessi ákvörðun er sprottin:

„Maður veltir því fyrir sér hvað ráðherranum Ásmundi Einari Daðasyni gangi til með ákvörðun sinni um flutning Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar (HMS) norður á Sauðárkrók,nema ef vera skyldi persónulegt kjördæmapot eða öllu heldur, á góðri íslensku, eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup. Það er stutt í kosningar og framsóknarmenn þekktir fyrir að koma óhugsuðum málum í gegn á lokametrum kjörtímabilsins, þrátt fyrir ábendingar þess efnis að þetta sé með öllu ólíðandi þegar sá frábæri mannauður og sú sérþekking sem fyrir hendi er í dag mun glatast, þ.e.a.s. verði þessi flutningur að veruleika.“

Sigurjón fullyrðir að allir sex starfsmenn brunaeftirlitsins muni segja upp, enginn muni flytja norður. Sigurjón segir enn fremur:

„Þær eru líka með öllu óskiljanlegar skýringarnar sem ráðherrann hefur borið á borð þegar hann hefur verið spurður hvað honum gangi til með þessum flutningi. Hann hefur sagst vera að ráðast í margþættar aðgerðir til að efla umgjörð brunamála og brunavarna á landsvísu! Hvernig má það vera, ef sá frábæri mannauður og þekking er ekki að flytjast með norður í Skagafjörð, hvernig getur ráðherrann þá fullyrt að slíkt haldist í hendur?“

Sigurjón veltir því fyrir sér hvort ákvörðunin sé tekin í flýti og þar spili inn í að stutt er til kosninga. Afleiðingarnar verði ella þessar:

„Fyrir þá sem ekki þekkja til skal þess getið að það var ekki og verður ekki einfalt mál að byggja upp það glæsilega stóra eldvarnasvið og sérfræðikennslu sem nú fyrirfinnst í þessum málaflokki brunamála í landinu. Hætt er við að öll þekking hins frábæra mannauðs sex starfsmanna Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í málaflokknum glatist ef af þessari fljótfærnisákvörðun ráðherrans verður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær