fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Manchester City valtaði yfir Watford – Sterling með tvennu

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 19:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Watford tók á móti Manchester City í dag í fyrsta leik liðsins síðan stjórinn, Nigel Pearson, var látinn fara. Hayden Mullins stýrði liðinu í leiknum en hann er þjálfari U-23 liðsins hjá Watford.

Watford er í hættu með að falla og vildi Mullins því eflaust sjá liðið sitt ná einhverjum árangri gegn sterku liði City í dag. Það gerðist þó heldur betur ekki þar sem Manchester City gjörsamlega valtaði yfir slappa Watford menn.

Raheem Sterling braut ísinn fyrir City á 33. mínútu. Manchester City fékk dæmda vítaspyrnu níu mínútum síðar og fór Sterling á punktinn en brenndi af. Hann náði þó að bæta upp fyrir mistökin þar sem hann náði frákastinu og skoraði úr því. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en á 63. mínútu skoraði miðjumaðurinn Phil Foden og kom City í þriggja marka forystu. Einungis fjórum mínútum síðar gerði varnarmaðurinn Aymeric Laporte út af við Watford með fjórða og síðasta marki leiksins.

Lokaniðurstaðan var því 0-4 fyrir City. Watford þarf að vonast eftir því að Aston Villa tapi sínum leik gegn Arsenal á eftir svo þeir eigi meiri möguleika á að halda sér uppi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fréttin um Jesus var falsfrétt

Fréttin um Jesus var falsfrétt
433Sport
Í gær

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks