fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Segir að kjör sem flugáhafnir Icelandair hafi notið verði líklega aldrei í boði aftur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 21:59

Mynd: Fréttablaðið/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Ásdís Kristjánsdóttir, harmar mjög að flugfreyjur og flugþjónar hafi hafnað nýgerðum kjarasamningi við Icelandair. Þetta kemur fram í grein hennar sem birtist á Vísir.is í dag.

Ásdís skrifar:

„Icelandair rær nú lífróður. Covid-19 faraldurinn hefur tímabundið kippt fótunum undan rekstri flugfélaga um allan heim og Icelandair er engin undantekning þar á. Fyrir vikið reynir félagið nú að safna nýju hlutafé inn í reksturinn og semja við lánadrottna, stéttarfélög, flugvélasala og aðra lykilsamstarfsaðila um rekstrargrundvöll til framtíðar. Þetta er ærið verkefni og það er mikið undir, fyrir Icelandair en ekki síður íslenskt samfélag. Ljóst er að uppbygging í flugrekstri og ferðaþjónustu á Íslandi eftir faraldurinn verður önnur og hægari ef Icelandair nýtur ekki við.

Það voru því vonbrigði þegar félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands felldu í síðustu viku nýjan kjarasamning við félagið. Samningurinn hefði hvort í senn gert Icelandair samkeppnishæfara á alþjóðamarkaði og tryggt ein þau bestu kjör sem flugfreyjum og flugþjónum bjóðast í heiminum í dag.“

Ásdís segir að erlend flugfélög hafi undanfarin ár gert miklar breytingar á kjarasamningum við flugáhafnir. Icelandair hafi náð samningum við flugmenn og flugvirkja á sömu nótum og sem stuðli að því að efla samkeppnisstöðu fyrirtækisins til lengri tíma.

Hún bendir á að British Airways hafi sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum og ráðið aftur á 50% af fyrri launum. Play hafi gefið út að félagið hafi gert kjarasamning við þessar stéttir sem feli í sér 27% minni launakostnað en var hjá WOW air. WOW air hafi verið með 30% hagstæðari samninga við Flugfreyjufélag Íslands en Icelandair.

Ásdís segir að Icelandair geti ekki borgað mun hærri laun en keppninautar á markaðnum fyrir sömu störf. Í lok greinar sinnar segir hún að ólíklegt sé að þau kjör sem flugáhafnir Icelandair hafi notið muni nokkurn tíma bjóðast aftur:

„Hvernig sem fer er ólíklegt að þau kjör sem flugáhafnir Icelandair hafa búið við til þessa verði nokkurn tímann í boði aftur – hvorki hér á landi né annars staðar, enda hefur samkeppnin í alþjóðlegum flugrekstri vaxið ár frá ári og mun halda áfram að vaxa þegar allt kemst í eðlilegt horf á ný.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega