fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Hótaði fyrrverandi eiginkonu og barnsmóður lífláti – Sendi svakalegt magn af tölvupóstum

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 17:06

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í seinustu viku var karlmaður dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa annars vegar hótað barnsmóður og fyrrverandi eiginkonu sinni lífláti í gegnum tölvupóst. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að brjóta nálgunnarbanni gagnvart konunni, en hann sendi henni gífurlegt magn af tölvupóstum. Vegna nálgunarbannsins mátti maðurinn ekki setja sig í samband við konuna.

Fyrri ákæran varðaði brot í nánu sambandi, þar sem að hann hótaði henni lífláti þann 19. maí 2019. Þetta gerði hann með því að senda henni tölvupóst þar sem að stóð „Ég ætla að stúta þér“. Í dómnum segir:

„Hótað henni lífláti, sem var til þess fallið að vekja hjá henni ótta um líf sitt og velferð,“

Hitt brotið varðaði líkt og áður segir ítrekaðar tölvupóstsendingar til konunnar sem að var með nálgunarbann á hann. í dómnum er minnst á 42 tölvupósta sem hann sendi henni á tveimur tímabilum. Annars vegar frá 30. maí til 6. júní 2019 og hins vegar 30. desember 2019 til 29. Janúar 2020.

Maðurinn játaði brot sín og var líkt og áður segir dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna. Fram kemur að maðurinn sæki nú meðferð hjá Geðlækni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu