fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Dagbók lögreglu: Hlupu í veg fyrir bíla á hlaupahjólum og hjálmlausir á vespum

Heimir Hannesson
Mánudaginn 13. júlí 2020 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af unglingum sem hlaupið höfðu í veg umferð í Keflavík á hlaupahjólum sínum. Þetta gerðu þau að leik sínum. Hlaust talsverð truflun af þessu fyrir umferð í bænum og segir það sig sjálft að töluverð hætta hefur skapast af þessu athæfi krakanna.

Var þetta ekki í fyrsta sinn sem lögreglan hefur afskipti af slíkum verknaði, því í fyrrakvöld þurfti lögregla einnig að stöðva unglinga á hlauaphjólum sem iðkuðu að hlaupa fyrir bíla. Í bæði skiptin var rætt við foreldra krakkanna, þeim veitt tiltal og ekið til síns heima.

Þá skarst lögreglan í leik 10 ára stráka sem voru að reiða hvor annan á vespu, hjálmlausir. Því máli var einnig lokið með tiltali og aðkomu forráðamanna þeirra.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum. Í þeirri sömu tilkynningu segir að fáeinir hafi verið kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók fór á 142 km hraða. Má hann búast við nokkuð reffilegri sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs