fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Starbucks kallaði hana ISIS

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styr stendur nú um kaffihúsakeðjuna Starbucks í Bandaríkjunum eftir að 19 ára múslimi sem gengur með hijab lagði fram kæru um mismunun á grundvelli trúarbragða.

Eins og kaffiþyrstir íslendingar sem reynslu hafa af kaffihúsinu þekkja, tíðkast að skrifa nafn viðskiptavinarins á glasið þegar tekið er við drykkjarpöntun. Svo þegar pöntunin er tilbúin og glasið fullt af gómsætum kaffidrykk, er nafnið kallað upp. Þetta fyrirkomulag býður auðvitað uppá brandara sem þó nokkrir hafa nýtt sér. Fólk hefur til dæmis látið setja gervinafn eða eitthvað sem því hefur þótt fyndið að láta starfsfólk kaffihússins kalla upp yfir fullan sal af fólki. Svo gerist það auðvitað að starfsfólki misheyrist. Er þetta sérstaklega algengt með erlend nöfn. Heimir sá er þetta ritar er til að mynda iðullega kallaður Homer eða Emil.

ISIS á bollann

Þegar 19 ára gamla Aishah sá bollann sinn merktan ISIS var henni nóg boðið. ISIS stendur auðvitað fyrir Íslamska ríkið í Sýrlandi og Írak. Aishah segist hafa verið gagntekin af tilfinningum, hún hafi verið niðurlægð og lítillækkuð. „Ég get ekki trúað því að á þessum tímum að eitthvað í þessa átt geti talist ásættanlegt. Það er það ekki,“ sagði Aishah í viðtali við CNN. Aishah segist hafa endurtekið nafnið sitt ítrekað fyrir manninn og ekki sé nokkur möguleiki á því afgreiðslumanninum hafi misheyrst. Eftir að hafa kvartað í yfirmann mannsins fékk konan 25 dollara inneignarnótu og kaffibollan ókeypis.

Það var ekki nóg fyrir konuna og fer nú málið í gegnum dómskerfið. Algengast er að svona mál, sér í lagi þau sem vekja neikvæða athygli á stórfyrirtækjum í fjölmiðlum vestanhafs enda með sáttum og sáttagreiðslu.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa