Vísindamenn frá Íslenskri erfðagreiningu hefur ásamt samstarfsfólki innan íslenska heilbrigðiskerfisins, Háskóla Íslands og Karolinska–sjúkrahúsins í Svíþjóð, fundið hættulegan erfðabreytileika í FLT3 geninu. Þetta kemur fram í Fréttatilkynningu frá íslenskri Erfðagreiningu.
Umræddur erfðabreytileiki eykur töluvert áhættuna á því að fólk fái sjálfsónæmissjúkdóm í skjaldkirtil. Auk þess tengist erfðabreytileikinn einnig öðrum sjúkdómum og hefur óvænt en þýðingarmikil áhrif á bæði genatjáningu og magn prótína.
Grein um rannsóknina birtist í hinu virta vísindatímariti Nature í dag. Lesa má þá grein hér.
Einnig geta áhugasamir horft á myndbandið hér að neðan, en þar fjalla Sædís Sævarsdóttir, vísindamaður hjá Íslenskri Erfðagreiningu og Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins um uppgötvunina.