fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Ekki lengur hægt að taka handfarangur í flug Icelandair – Fáeinar undantekningar

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair hefur breytt reglum um handfarangur vegna smithættu af COVID-19. Farþegar munu einungis geta tekið með sér einn lítin hlut með því skilyrði að hann komist undir sætið fyrir framan farþegann. Nokkrar undantekningar verða á þessu. Til að mynda verða lækningatæki leyfð og ákveðinn viðkvæmur búnaður. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi flugfélagsins í samskiptum við DV.

Í dag mátti sjá fólk ræða um þetta handfarangursbann á samfélagsmiðlum, þar vildi fólk meina að einu undantekningarnar væru lækningatæki. Sumir lýstu áhyggjum sínum af því að foreldrar með ungbörn myndu ekki fá að taka með sér snyrtitöskur og þá höfðu hljóðfæraleikarar einnig áhyggjur af því að þeir myndu ekki fá að taka hljóðfærin sín með. Ásdís segir að það verði í lagi ef þau eru innan farangursheimildar.

Svar Ásdísar við fyrirspurn DV má sjá hér að neðan:

„Öryggi farþega okkar og starfsfólks er okkar helsta forgangsatriði. Til að lágmarka líkur á smiti um borð, höfum við gripið til fyrirbyggjandi aðgerða á flugleiðum okkar og á það meðal annars við um handfarangur.

Frá og með 11. júní 2020 hafa reglur um handfarangur breyst. Farþegar mega hafa með sér um borð einn lítinn hlut sem þarf að komast fyrir undir sætinu fyrir framan þá. Handfarangurstöskuna þarf að setja með innrituðum farangri, annaðhvort við innritun eða við hlið (ekkert aukagjald fyrir innritunina). Leyfilegt verður að hafa lækningatæki með um borð auk viðkvæms búnaðar sem rúmast innan farangursheimildar svo sem hljóðfæri, farangur sem tengist börnum og er það metið hverju sinni í samráði við farþegann. Við hvetjum jafnframt farþega til að kynna sér reglur sem gilda á þeim flugvöllum sem þeir fara í gegnum. Mörg önnur flugfélög hafa takmarkað farangursheimildir og á mörgum flugvöllum verður aðeins leyfilegt að fara með einn hlut í gegnum öryggisleitina.

Allar frekari upplýsingar um þær aðgerðir sem við höfum gripið til má nálgast á heimasíðu félagsins.

Við erum sífellt að endurskoða þessa liði með öryggi og velferð í huga og erum í náinni samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og fleiri aðila þessu tengdu. Jafnframt bendum við farþegum á hvað þeir geta gert til að leggja sitt að mörkum á meðan að á ferðalaginu stendur.

Að sama skapi tökum við mið af sóttvörnum þegar kemur að þjónustu. Öll þjónusta um borð er höfð í lágmarki að svo stöddu, með öryggi farþega og áhafna að leiðarljósi. Hefðbundin matar- og drykkjaþjónusta liggur tímabundið niðri sem og sala á tollfrjálsum varningi. Hins vegar fá allir farþegar vatnsflösku er þeir koma um borð og farþegar til Norður Ameríku fá vatnsflösku og samloku. Við munum svo endurskoða þjónustustigið þegar á líður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast