

Reykjavíkurborg tilkynnti í dag að einn vinsælasti viðburður landsins undanfarin ár verður að 10 nótta dagskrá í ár. Er það gert til að dreifa mannfjölda og sporna gegn Covid-19 faraldrinum. Verður því þétt dagskrá í Reykjavík frá 13.-23. ágúst n.k. Munu borgarbúar því geta notið Menningarnætur „dag eftir dag, nótt eftir nótt“ að því er fram kemur á heimasíðu Reykjavíkurborgar.
Að vanda auglýsir borgin eftir nýstárlegum og frumlegum hugmyndum til að fylla inn í 10 nótta Menningarnæturdagskrá. Veittir eru styrkir á bilinu 100.000-500.000 kr. Listafólk, íbúar, rekstraraðilar, félagasamtök og allir áhugasamir geta sótt um þessa styrki með verkefnum sem lífga upp á miðborgina, samkvæmt heimasíðu Menningarnætur. Hægt er að sækja um styrki hér. Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landsbankans sem verið hefur máttarstólpi hátíðarinnar frá upphafi, segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.
Stórir viðburðir verða ekki leyfðir enda markmiðið með dreifingunni yfir 10 daga að stefna ekki of miklum mannfjölda saman og verður viðmiðið 2.000 manns, sem er í samræmi við tilmæli almannavarna.