fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Sigríður tók fellihýsið í gegn – Rúllugardínurnar vöktu mesta athygli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. júní 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Júnía Ástráðsdóttir og eiginmaður hennar, Björn Björnsson, tóku fellihýsið í gegn. Það er ótrúlegur munur á fellihýsinu eins og sést á meðfylgjandi myndum.

„Þetta er þvílík breyting, alveg dásamlegt,“ segir Sigríður í samtali við DV.

Sigríður deildi „fyrir og eftir“ myndum í Facebook-hópinn Skreytum hús í gær og viðbrögðin leyndu sér ekki. Yfir 1200 manns hafa líkað við færsluna og segir Sigríður athyglina hafa komið sér á óvart. Það sem vakti hvað mesta athygli var að hjónin tóku allar gardínur úr gluggum og settu rúllugardínur í staðinn.

„Greinilega einhver nýbreytni sem fólk tók eftir,“ segir Sigríður.

Fellihýsið fyrir breytingar

Gerðu allt sjálf

Sigríður segir að þau hafi ekki verið stanslaust í framkvæmdum en þetta hafi tekið um tvo mánuði með hléum.

„Kostnaðurinn liggur í parketinu, málningu og lakki. En svo unnum við þetta allt sjálf. Við tókum allar innréttingar í burtu. Rifum dúkinn af gólfinu og settum plastparket með korki að neðan í staðinn. Við grunnuðum svo innréttingarnar bæði að innan og utan og svo er allt málað og lakk yfir allt. Við grunnuðum allt, meðal annars svefnrýmin, og lokuðum þannig á allan við. Stangirnar inn í svefnrýmunum eru spreyjaðar svartar, en allt járn var spreyjað með möttum svörtum lit,“ segir Sigríður.

Framkvæmdirnar

Fellihýsið eftir breytingar

Þvílíkur munur
Rúllugardínurnar slógu í gegn hjá netverjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun