fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Kolbrún tæklar réttlætisriddarana: „Fáránleikinn er algjör“

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður og samfélagsrýnir, fer hörðum orðum um pólitískan rétttrúnað í Fréttablaðinu í dag. Beinir hún þar spjótum sínum að viðkvæmum hópi rétttrúnaðarfólks sem hefur lítinn áhuga á tjáningarfrelsi og verndun þess: „Rétttrúnaðarfólkið býr yfir þessari sömu viðkvæmni, enda telur það sig óskeikult þegar kemur að því að greina á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Þannig er þessi hópur bæði harðlyndur og refsiglaður og minnir stundum á rannsóknarrétt. Hann fordæmir ekki bara orð fólks heldur líka bækur, kvikmyndir, sjónvarpsþætti, listaverk og svo framvegis. Um leið fer lítið fyrir áhuga þessa hóps á tjáningarfrelsinu.“

Tekur Kolbrún dæmi sem upp kom í síðustu viku þegar BBC fjarlægði 45 ára gamla þætti Fawlty Towers með Íslandsvininum John Cleese í aðalhlutverki af efnisveitu sinni vegna orðanotkunar um kynþætti sem þykir í hið minnsta í dag ónærgætin. Sagði Cleese það vera bæði hug- og þorlaust af BBC.

„Fáránleikinn algjör“

Kolbrún skrifar: „Eins og fjölmargir aðdáendur þáttanna vita er aðalpersóna þáttanna Basil Fawlty holdgervingur ýmiss konar fordóma og hið sama á við um gamlan majór í þáttunum, en sá lifir og hrærist í hugmyndaheimi nýlendutímans og talar og hegðar sér á þann veg. Í þáttunum eru þessir einstaklingar afhjúpaðir hvað eftir annað og stólpagrín gert að þeim, á þann hátt að ekki er annað hægt en að veltast um af hlátri.

Þeir sem átta sig ekki á þessari áherslu í þáttunum hljóta að þjást af verulegum skorti á kímnigáfu. Sá eitursnjalli John Cleese, annar höfundur þáttanna og aðalleikari þeirra, talar í þessu sambandi um heimsku. Þegar heimska og húmorsleysi blandast saman þá er engan veginn við góðu að búast.“

Umræða af þessu tagi skýtur iðulega upp kollinum þegar staða minnihlutahópa í samfélögum vesturlanda er rædd, sér í lagi staða og saga blökkumanna í Bandaríkjunum. Hafa ýmsir aðilar farið mikinn í umræðum undanfarinna vika í kjölfar morðs George Floyd í Bandaríkjunum. Eru styttur af hershöfðingjum og fyrirmennum Suðurríkjasambandsins sáluga þar gerðar að skotspóni í stað gamalla Fawlty Towers þátta. Umræðan er um margt keimlík í báðum tilfellum og krystallast í spurningunni hvort stytturnar eða þættirnar séu barn síns tíma eða minnisvarði um liðna tíma. Svar við þeirri spurningu virðist ekki í augnsýn.

Kolbrún liggur sem fyrr ekki á skoðunum sínum í lokaorðum sínum: „Fáránleikinn er algjör og væri afskaplega fyndinn ef hann væri ekki jafnframt afar sorglegur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“