fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Ríkið hafnaði bótakröfu Arnars Þórs Vatnsdal – Segir Katrínu hafa grátið krókódílstárum í þinginu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 07:45

Tryggvi Rúnar Leifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, var tveggja ára þegar faðir hans var hnepptur í gæsluvarðhald á Þorláksmessu 1975, grunaður um aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar. Þegar Arnar var tólf ára, árið 1985, var hann ættleiddur en þá voru fjögur ár liðin síðan faðir hans losnaði úr fangelsi. Arnar gerði nýlega kröfu á hendur ríkinu og krafðist 85 milljóna í miskabætur vegna sýknudóms Hæstaréttar, eftir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna, yfir föður hans. Ríkið hefur nú hafnað kröfu hans.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Tryggvi Rúnar lést 2009. Eiginkona hans og dóttir fengu samtals 171 milljón í bætur í upphafi árs á grundvelli laga sem voru samþykkt á síðasta ári um heimild til að greiða dómþolum og erfingjum þeirra bætur vegna málsins.

Arnar beindi nýlega 85 milljóna króna kröfu um miskabætur að forsætisráðherra sem vísaði málinu til Andra Árnasonar setts ríkislögmanns.

Í bréfi, sem er dagsett 15. júní, var bótakröfunni hafnað með vísan til þess að ættleiddur sonur teljist ekki lengur barn kynföður síns í lagalegum skilningi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Arnars, staðfesti þetta við Fréttablaðið.

„Já það er rétt, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er búin að hafna kröfu umbjóðanda míns þó að réttur hans til bóta samkvæmt lögum sem hún mælti fyrir sé skýr og ótvíræður að mínu mati. Forsætisráðherrann okkar virðist hins vegar vera frábær leikkona því hún blekkti mig og fleiri þegar hún beygði af í umræðum um lögin í þinginu í fyrra. Nú er komið í ljós að hún grét krókódílstárum. Það skiptir nefnilega ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir, en því miður virðist forsætisráðherra ekki hafa hlustað mikið á Purrk Pillnik.“

Sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Hann sagði einnig ljóst að ríkinu verði stefnt fyrir dóm og því muni dómstólar skera úr um rétt Arnars til bóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári