Bresk yfirvöld hafa nú leyft opnanir á verslunum sem selja ónauðsynlegan varning á borð við fatnað. Mörg hundruð manns hrúguðust í Primark á mánudaginn, fyrsta opnunardegi eftir samkomubann. Það sama var upp á teningnum í Bicester Village sem er vinsælt merkjavöruþorp í Bretlandi en fjöldinn þar var mjög mikill þó engar tölu hafi fengist staðfestar. The Daily Mail greinir frá ýmsum atvikum þar sem mikill mannfjöldi hrúgaðist saman í verslunum.
Mikið tap
Fólk hafði safnast í raðir mörgum klukkustundum áður en verslanir opnuðu. Yfir 5000 manns skrifað undir undirskriftalista þess efnis að stjórnendur Bicester Village grípi til aðgerða til að fólk virði fjarlægðartakmarkanir svo koma megi í veg fyrir fjöldasmit kaupóðra breta. Mótrök ráðamanna gegn því að loka aftur eru þau að atvinnulífið verði að komast aftur í gang en fjöldi verslanna hefur lokað fyrir fullt og allt. Spurning er hver fórnarkostnaðurinn verður. Samband breskra smásölufyrirtækja segir tekjutap ómatartengdra verslana vera um 1,8 billjón punda á viku.
Mega fara í Primark en ekki skólann
Þingmaðurinn Robert Halfon hefur gagnrýnt opnanirnar og bent á að enn sé skólar lokaðir. Halfon spurði í skipulagðri umræðu um menntamál hvernig á því stæði að börn og foreldrar þeirra gætu farið í Primark en ekki í skólann? En gilda miklar takmarkanir um skólahald. Menntamálaráðherra hefur gefið út að grunnskólar opni ekki að fullu fyrr en í september í fyrsta lagi.