fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Sveinn dæmdur fyrir að hafa fellt aspir sem voru til minningar um fórnarlömb snjóflóða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júní 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Yngvi Valgeirsson var í síðustu viku sakfelldur fyrir að hafa fellt níu aspir á Flateyri. Þær voru gróðursettar til minningar um fórnarlömb snjóflóðanna 1995. Sveini var gert að greiða 200 þúsund krónur í sekt og um 640 þúsund í málskostnað.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að aspirnar hafi staðið á milli húsanna númer 4 og 6 við Drafnargötu þar sem Sveinn bjó. Fyrir dómi sagðist hann hafa óskað eftir því við áhaldahús bæjarins að eitthvað yrði gert varðandi aspirnar sem stækkuðu og slægjust utan í húsið. Auk þess væri þak hússins þakið kvoðu frá þeim.

Hann sagðist hafa ákveðið að saga þær niður eftir að drengur datt á höfuðið á stígnum sem aspirnar stóðu við. Hann hafi fjarlægt aspirnar á eigin kostnað og ætlað að gróðursetja víði í staðinn. Með þessu teldi hann sig hafa verið að gera sveitarfélaginu greiða.

Garðyrkjufulltrúi Ísafjarðarbæjar sagðist aldrei hafa rætt við Svein og að hann hefði aldrei haft samband við hana auk þess sem hún hefði aldrei heyrt að umrædd tré hefðu verið einhverjum til ama.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ