Pepsi Max-deild karla fer af stað eftir fimm daga, deildin átti að fara af stað í lok apríl en var frestað vegna kórónuveirunnar.
Liðin máttu ekkert æfa um langt skeið en síðustu vikur hafa verið fjörugar, mikið af æfingaleikjum og öll lið að verða klár í slaginn.
Mikið mun mæða á leikmönnum í sumar enda verður spilað þétt, lítil tími gefst til þess að ná áttum og hvíla sig.
Við fengum dómnefnd til að útnefna mikilvægustu leikmennina í öllum liðum deildarinnar, leikmennirnir sem verða að draga vagninn fyrir sitt lið.