fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Hallgrímur sakar Morgunblaðið um rasisma

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 10:00

Hallgrímur Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason rithöfundur sakar Morgunblaðið um rasisma en tilefnið er Staksteinadálkur dagsins í blaðinu. Þar er fjallað um á óeirðirnar í Bandaríkjunum í kjölfar morðs lögreglumanns á George Floyd í Minneapolis. Staksteinar dagsins, sem m.a. bera blak af framgöngu Donalds Trump forseta, eru eftirfarandi:

„Um helgina voru 84 skotnir í Chicago í Bandaríkjunum og 23 hinna særðu létust. Frá áramótum hafa 1.200 fengið sár eftir skotárásir þar og 220 þeirra fallið.

Flestir þeirra sem féllu eru úr hópi blökkumanna.

Engin mótmæli hafa borist út um Bandaríkin vegna þessa.

Eldur hefur ekki verið borinn að verslunum, veitingastöðum eða íbúðum fólks af þessu tilefni.

Enda eru íbúar borgarinnar svo lánsamir að góðir demókratar hafa lengi farið með stjórn borgarinnar, sem ber titilinn morðaborg Bandaríkjanna.

Það er því líklegt að þessi morð hafi ekki endilega orðið í ógöfugum tilgangi né þau önnur morð með skotvopnum, nærri 400 á ári hverju, sem verða og þau tæplega 3.000 sem særast í árásunum að auki.

Engin mótmæli hafa orðið í erlendum borgum vegna þessa.

Allt farið fram hjá Austurvelli.

Þó hlýtur þessi morðalda í Chicago með einhverjum hætti að vera Donald Trump að kenna og þótt þetta ástand hafi verið hið daglega brauð borgarinnar yfirgengilega lengi.

Getur enginn stöðvað manninn?“

Hallgrímur úthúðar Morgunblaðinu

Hallgrímur Helgason rithöfundur birtir skjáskot af Staksteinadálkinum á Facebook-síðunni og segir að skrifin séu fyrirsjáanlegur rasismi. Þar sé gert lítið úr mótmælafundum til stuðnings lituðu fólki:

„Mogginn datt inn um lúguna í dag eins og jafnan á fimmtudögum. Og Staksteinar voru nákvæmlega eins og maður hélt, enda morðið á George Floyd gott tilefni til rasisma hjá litla sæta afturhaldinu okkar. Nú er gert lítið úr mótmælafundi til stuðnings lituðu fólki hér heima og vestra og grínast með morðölduna sífelldu í Chicago. Ekki vottar fyrir skilingsgrammi á allri þeirri miklu og svörtu sögu.“

Hallgrímur segir jafnframt að Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins, afhjúpi sig sem hreinan og kláran rasista, ofan á aðrar ávirðingar sem Hallgrímur ber á hann. Hallgrímur spyr hvort starfsfólk Morgunblaðsins geti starfað undir þessu:

„Þjóðin hefur nú umborið það í rúman áratug að ritstjóri annars stærsta dagblaðs landsins sé ekki bara gamall og gjörspilltur uppgjafa klíkupólitíkus sem gaf þjóðarbankana glæpamönnum og fór með Ísland á hausinn, klúðraði gjaldeyrisvaraforðanum sem Seðlabankastjóri og gerðist svo leigupenni alþjóðlegra glæapamanna. Þetta hefur allt verið frekar hvimleitt, en slumpast fram að þessu. En að hann skuli nú opinbera sig aftur og aftur sem hreinan og kláran rasista er sýnu erfiðara mál.

Sættum við okkur við það? Getur starfsfólkið á Mogganum starfað undir þessu? Erum við til í að taka við slíku inn á heimilin okkar á hverjum fimmtudegi? Er þetta bara yfir höfuð í boði?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“