fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Eggjaþjófar staðnir að verki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 09:23

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír karlmenn voru staðnir að því að stela eggjum undan æðarkollum í varplandinu Stafnesi við Sandgerði fyrr í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Þegar sá sem stóð þá að verki sá þá voru þeir að ganga um æðavarpið og voru allir með plastpoka. Hann ræddi við þá og sögðust þeir vera að taka myndir og fleira í þeim dúr en harðneituðu að hafa verið að tína egg. Engu að síður voru þrír plastpokar með samtals 135 eggjum, sem enn voru volg, skammt frá bifreið þeirra.

Lögreglan á Suðurnesjum færði mennina á lögreglustöð þar sem þeir höfðu gerst sekir um brot á reglugerð um friðun tiltekinna villtra fugla og friðlýsingu æðavarps.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“