fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

11 milljarðar í greiðsluhléi hjá LIVE

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 08:00

Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru í Kringlunni 7.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

440 sjóðfélagalán hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna, LIVE, eru í greiðsluláni. Samtals eru þetta lán upp á 11 milljarða. Þetta sagði Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, á ársfundi hans á þriðjudaginn.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að lífeyrissjóðir bjóði lántökum greiðsluhlé ef þeir eiga í erfiðleikum með afborganir af lánum sínum. Þetta greiðsluhlé varir í sex mánuði og á meðan leggjast afborganir og vextir ofan á höfuðstól lánanna sem þýðir að afborganir hækka þegar greiðsluhléinu lýkur. Þetta er úrræði sem gripið var til vegna COVID-19.

Guðmundur sagði einnig að ekkert fyrirtæki hefði óskað eftir tímabundnum greiðslufresti í tengslum við samkomulag sem Landssamtök lífeyrissjóða og Samtök fjármálafyrirtækja gerðu.

370 umsóknir hafa borist um útgreiðslu séreignarsparnaðar að upphæð 330 milljónir.

Afkoma sjóðsins var góð á síðasta ári. Raunávöxtun var 15,6% og eignir hans jukust um 155 milljarða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“