fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Ástandið á fasteignamarkaðnum ekki jafn slæmt og óttast var

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 08:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalar segja að áhrif kórónuveirufaraldursins á sölu hafi ekki verið eins mikil og slæm og óttast var. Þá fundu sumir fasteignasalar fyrir hægagangi í kerfinu, hjá sýslumanni og lífeyrissjóðum. Eftirspurn hefur dregist saman á Suðurnesjum miðað við það sem hún var áður en faraldurinn skall á.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftri Ásdísi Ósk Valsdóttur, fasteignasala hjá Húsaskjóli, að nú sé eftirspurnin þess eðlis að gott sé fyrir kaupendur að vera búnir að fara í greiðslumat og fá verðmat á núverandi eign áður en þeir gera tilboð. Lágir vextir á íbúðalánum eru að hennar mati hugsanlega ein af skýringunum á hversu margir eru að kaupa sína fyrstu eign.

„Fyrstu kaupendur eru yfirleitt mjög traustir, þeir eru búnir að fara í greiðslumat og vita nákvæmlega hvað þeir geta greitt.“

Er haft eftir henni.

Rúmlega 500 fasteignir seldust í apríl sem er rúmlega 29% samdráttur frá apríl á síðasta ári. Ekki liggja fyrir tölur fyrir maí. Í Reykjavík var samdrátturinn 43% á milli ára og 40% á milli mánaða samkvæmt tölum frá Two Birds sem sérhæfir sig í gögnum um fasteignamarkaðinn. Í Kópavogi var samdrátturinn um 19% en í Garðabæ jókst sala fasteigna um 60% á milli ára og um 5% í Hafnarfirði. Söluverð fasteigna lækkaði um 2,6% í Reykjavík en hækkaði í Kópavogi og Garðabæ.

„Viðspyrnan á fasteignamarkaðnum eftir faraldurinn er mun hraðari en ég átti von á, það mun þó líða einhver tími þangað til við sjáum hversu hröð hún verður.“

Hefur Fréttablaðið eftir Páli Heiðari Pálssyni fasteignasala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“