fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Wei Li var með ófalsaða mynt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. maí 2020 08:00

Lífeyrissjóðirnir sjá um að ávaxta fé launþega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fjölmiðlar fjölluðu um fyrr á árinu þá kom Kínverjinn Wei Li hingað til lands með um 170 kíló af íslenskri mynt sem hann hugðist skipta í bönkum en þeir neituðu að taka við myntinni. Ákveðið var að senda hluta af myntinni til Royal Mint í Bretlandi til rannsóknar. Niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja nú fyrir og eru að myntin sé ófölsuð.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Myntin sem Wei Li kom með hingað til lands var um 1,6 milljónir í krónum talið að hans sögn. Hún var í misjöfnu ástandi og hluti hennar mikið skemmdur.

„Ég fæ myntina frá myntbraskara úti í Kína. Ég veit ekki hvaðan allt kemur en hluti kemur frá endurvinnslufyrirtæki sem kaupir samanpressaða bíla frá Íslandi. Þar leynist mikið af mynt.“

Hafði Fréttablaðið eftir honum í febrúar. Hann sagði þá að hann greiddi ekkert fyrir myntina nema ef honum tækist að skipta henni hér á landi, þá fengi myntbraskarinn sanngjarnan hlut. Hann sagðist hafa komið hingað tvisvar áður og þá náð að skipta nokkrum milljónum króna í erlendan gjaldeyri.

Wei Li naut lífsins hér á landi fyrir hluta myntarinnar og gaf Samhjálp afganginn áður en hann hélt heim á leið á nýjan leik.

„Ég geri mér fulla grein fyrir því að saga mín hljómaði ótrúlega en hún var samt sönn.“

Sagði hann í samtali við Fréttablaðið nú þegar niðurstaða rannsóknar Royal Mint liggur fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu