fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Ingimar ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti – Hefur sett tvær starfsmannaleigur á hausinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingimar Skúli Sævarsson, fyrrverandi eigandi starfsmannaleiganna  Manngildi og Verkleigunnar, hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Fyrirtaka er í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en DV hefur ákæruna undir höndum.

Ingimar hefur keyrt báðar starfsmannaleigurnar í þrot. Ákæran snertir meint brot Ingimars sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanns Verkleigunnar. Samanlögð meint brot varða fjárhæðir upp á samtals vel yfir 100 millónir króna.

Í fyrsta lið ákærunnar er Ingimar gefið að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum virðiskaukaskattsskýrslum Verkleigunnar fyrir árið 2017 og ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir samtals 57 milljónir króna.

Í öðrum lið ákærunnar er honum gefið að sök að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslugreinum félagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir tímabilið október til desember 2017. Um er að ræða launatengd gjöld og staðgreiðslu skatta af launum starfsmanna. Þessi fjárhæð er samtals 30 milljónir króna.

Í þriðja lagi er Ingimar sakaður um að hafa vantalið fram tekjur fyrirtækisins upp á rúmlega 66 milljónir króna og vangreiddur tekjuskattur og útsvar af því er um 27,5 milljónir króna. Þar inn í kemur peningaþvættisbrotið þar sem ákærði er sakaður um að hafa nýtt sér fjármuni sem hefðu átt að fara í greiðslu skatta og gjalda.

Héraðssaksóknari krefst þess að Ingimar verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Handtekinn ásamt 9 erlendum starfsmönnum

Ingimar Skúli Sævarsson hefur oft verið í fréttum vegna reksturs síns á starfsmannaleigum. Haustið 2018 greindi dv.is frá því að hann hefði verið handtekinn ásamt níu meintum ólöglegum starfsmönnum sínum. Voru starfsmennirnir sagðir hafa komið til landsins á fölskum skilríkjum.

Þann 30. árið 2019 var Manngildi tekið til gjaldþrotaskipta en Verkleigan varð gjaldþrota vorið 2018 og Manngildi var stofnuð í kjölfarið. Sjá nánar frétt DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Í gær

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Í gær

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“