fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Gyða vissi ekki af réttarhöldunum – Hefur fengið hótanir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. maí 2020 16:34

Huginn Þór Grétarsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gyða Dröfn Laagaili Hannesdóttir vissi ekki af réttarhöldum þar sem hún var dæmd til sektargreiðslu vegna 27 ummæla um barnabókahöfundinn og útgefandann Hugin Þór Grétarsson. Dómur féll í málinu þann 12. maí og segist Gyða fyrst hafa fengið vitneskju um dóminn eftir að frétt birtist um hann á dv.is á laugardag. Eftir birtingu fréttarinnar hefur svívirðingum og hótunum rignt yfir Gyðu í formi rafrænna skilaboða.

Ummæli Gyðu um Hugin voru öll dæmd dauð og ómerk enda hélt hún ekki uppi vörnum í málinu. Var hún dæmd til 250.000 króna sektargreiðslu. Huginn er mjög ósáttur við bótaupphæðina en hann krafðist 5 milljóna í skaðabætur, enda hafi árásir Gyðu á sig staðið yfir í langan tíma og skaðað mjög orðspor hans og vegið að æru hans og skaðað störf hans sem barnabókahöfundur og útgefanda.

Sjá einnig: Huginn vinnur mál – Var kallaður „mikill viðbjóður“ og „sækó“

Gyða segir í samtali við DV að hún hafi fengið tvö kröfubréf frá lögfræðingi Hugins þar sem henni var boðið að greiða fimm milljónir og þá myndi hann ekki fara í mál við hana. Stefnu vegna meiðyrðamálsins hafi hún hins vegar aldrei fengið í hendur. Gyða telur að hún hafi vel getað stutt með rökum og gögnum ummælin sem hún var dæmd fyrir hefði hún vitað af réttarhöldunum enda þekki hún baksvið þeirra vel.

„Ég hef ekki einu sinni fengið þennan dóm í hendurnar,“ segir Gyða. Að sögn hennar er lögfræðingur kominn af stað í að vinna að endurupptöku málsins fyrir hana. Einnig segist hún hugleiða meiðyrðamál gegn Hugin vegna ummæla sem hann hafi látið falla gegn henni.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Í gær

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan
Fréttir
Í gær

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst