fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Gjaldþrot Icelandair yrði risaáfall

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gjaldþrot Icelandair yrði risastórt áfall fyrir íslenska ferðaþjónustu og þar með íslenskt efnahagslíf, sem yrði í kjölfarið mun lengur að ná sér upp úr lægðinni og þar með yrði mun erfiðara að verja þau lífskjör sem við höfum byggt upp og viljum búa við. Því myndi óhjákvæmilega fylgja meira atvinnuleysi um lengri tíma og annar
samfélagslegur kostnaður sem bráðnauðsynlegt er að vinna gegn með öllum ráðum. Ferðaþjónusta á Íslandi yrði mörg ár að ná sér á strik á nýjan leik, enda hefur flugfélagið gegnt lykilhlutverki í að byggja upp ferðaþjónustu á Íslandi sem burðaratvinnugrein,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í grein í Markaðnum í dag.

Icelandair hefur flutt 35-45% erlendra ferðamanna til Íslands síðustu fimm árin en árið 2019 fór hlutfallið upp í 67% og spilar gjaldþrot WOW væntanlega þar inn í. Jóhannes bendir auk þess á að Icelandair hafi verið umsvifamikið í farþegaflutningum milli Ameríku og Evrópu með viðkomu á Íslandi og flutningar Icelandair á sjávarafurðum hafi gert mögulegt að koma vörum hratt á verðmæta erlenda markaði.

Samanlagt sé mikilvægi Icelandair fyrir ferðaþjónustu og efnahagslíf Íslands í heild algjört.

Jóhannes hrósar stjórnendum Icelandair fyrir þær aðgerðir sem þeir hafa gripið til undanfarið til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Þar sé eitt mikilvægasta verkefnið að ná langtímasamningum við starfsfólk. Hrósar hann tillögum stjórnenda Icelandair að langtímasamningum en þær tillögur hafa verið mjög umdeildar:

„Stjórnendur Icelandair hafa sýnt mikla djörfung að undanförnu og keppa nú að því dag sem nótt að bjarga félaginu. Einn mikilvægasti þátturinn í því er að ná langtímasamningum við flugstéttir. Það er alveg ljóst að fjárfestar gera kröfu um lægri einingakostnað og vissulega vill engin starfsstétt gefa eftir kjör sín í venjulegu árferði. Tillögur Icelandair að breyttum kjarasamningum virðast hins vegar brúa bil beggja, sem er nokkuð afrek. Um leið er félagið að sýna samfélagslega ábyrgð og er að framfylgja því sem stjórnvöld hafa óskað eftir, að reyna að vernda störfin eins og hægt er. Sömu sögu er að segja um fjölmörg önnur ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi – stjórnendur og starfsmenn þeirra hafa tekið höndum saman um að tryggja sem best að fyrirtækin verði í tilbúin í slaginn þegar tækifærin gefast á ný.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum
Fréttir
Í gær

Varar Íslendinga við Trump

Varar Íslendinga við Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur