fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

„Hvar er Björn Ingi?“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 15:38

Katrín Jakobsdóttir Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu kynnti ríkisstjórnin nýjar ferðatakmarkanir vegna COVID-19 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kynnti nýju aðgerðirnar og að erindi sínu loknu bað hún um spurningar, en þegar að þær virtust vera fáar sagði hún:

„Engar spurningar? Engar spurningar? Hvar er Björn Ingi?“

Fjölmiðlamaðurinn frægi Björn Ingi Hrafnsson hefur verið áberandi undanfarið, en á blaðamannafundum þríeykisins, Víðis, Ölmu og Þórólfs, hafa spurningar Björns vakið mikla athygli.

Líklega var Björn Ingi sá sem var hvað duglegastur að mæta á blaðamannafundina. Hann var samt ekki viðstaddur í dag og því fékk ríkisstjórnin ekki að heyra neitt frá honum.

DV bað Björn Inga um viðbrögð við þessum ummælum Katrínar og hann sagði:

„Ég kemst ekki á alla fundi en það er gaman að það sé tekið eftir að mann vantar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Í gær

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Í gær

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni