Rétt í þessu kynnti ríkisstjórnin nýjar ferðatakmarkanir vegna COVID-19 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kynnti nýju aðgerðirnar og að erindi sínu loknu bað hún um spurningar, en þegar að þær virtust vera fáar sagði hún:
„Engar spurningar? Engar spurningar? Hvar er Björn Ingi?“
Fjölmiðlamaðurinn frægi Björn Ingi Hrafnsson hefur verið áberandi undanfarið, en á blaðamannafundum þríeykisins, Víðis, Ölmu og Þórólfs, hafa spurningar Björns vakið mikla athygli.
Líklega var Björn Ingi sá sem var hvað duglegastur að mæta á blaðamannafundina. Hann var samt ekki viðstaddur í dag og því fékk ríkisstjórnin ekki að heyra neitt frá honum.
DV bað Björn Inga um viðbrögð við þessum ummælum Katrínar og hann sagði:
„Ég kemst ekki á alla fundi en það er gaman að það sé tekið eftir að mann vantar.“