fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Brúarlán loksins veitt

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 14:45

Hús Seðlabankans við Kalkofnsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabanka Íslands hefur verið falið það verkefni að annast framkvæmd á ábyrgð ríkissjóðs. Bankinn hefur undirritað samninga við Íslandsbanka, Landsbankann, Arion banka og Kviku banka um veitingu ábyrgða vegna svokallaðra brúarlána.

Lánin hafa nú verið í umræðu nni um nokkurn tíma, en margir hafa beðið þeirra með talsverðri eftirvæntingu.

Brúarlán eru viðbótarlán til fyrirtækja, en þau eru ætluð litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir tímabundnum rekstrarvanda vegna heimsfaraldurs af völdum kórónuveiru, COVID-19. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum.

Í tilkynningunni segir: „Ríkissjóður gengst í ábyrgð fyrir allt að 70% af fjárhæð lánanna sem fyrirtæki geta fengið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, m.a. að lántaki greiði ekki arð eða kaupi eigin hluti á meðan ríkisábyrgðar nýtur við. Heildarábyrgð ríkissjóðs í þessum efnum getur numið allt að 50 milljörðum króna.“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði mikilvægt að þessir samningar séu komnir í höfn og að þessi úrræði ættu að hjálpa þjóðarskútunni.

„Það er mikilvægt að við höfum náð þessum samningum í höfn um viðbótarlán. Nú hefur opnast nýr möguleiki fyrir aðþrengd fyrirtæki að sækja sér rekstrarfé í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Bönkunum er nú ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu á grunni samninganna með það að markmiði að fleyta fyrirtækjum yfir erfiðasta hjallann. Þetta úrræði ætti að gefa þjóðarskútunni einhvern byr í seglin á komandi misserum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Í gær

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Í gær

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni