fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Brúarlán loksins veitt

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 14:45

Hús Seðlabankans við Kalkofnsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabanka Íslands hefur verið falið það verkefni að annast framkvæmd á ábyrgð ríkissjóðs. Bankinn hefur undirritað samninga við Íslandsbanka, Landsbankann, Arion banka og Kviku banka um veitingu ábyrgða vegna svokallaðra brúarlána.

Lánin hafa nú verið í umræðu nni um nokkurn tíma, en margir hafa beðið þeirra með talsverðri eftirvæntingu.

Brúarlán eru viðbótarlán til fyrirtækja, en þau eru ætluð litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir tímabundnum rekstrarvanda vegna heimsfaraldurs af völdum kórónuveiru, COVID-19. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum.

Í tilkynningunni segir: „Ríkissjóður gengst í ábyrgð fyrir allt að 70% af fjárhæð lánanna sem fyrirtæki geta fengið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, m.a. að lántaki greiði ekki arð eða kaupi eigin hluti á meðan ríkisábyrgðar nýtur við. Heildarábyrgð ríkissjóðs í þessum efnum getur numið allt að 50 milljörðum króna.“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði mikilvægt að þessir samningar séu komnir í höfn og að þessi úrræði ættu að hjálpa þjóðarskútunni.

„Það er mikilvægt að við höfum náð þessum samningum í höfn um viðbótarlán. Nú hefur opnast nýr möguleiki fyrir aðþrengd fyrirtæki að sækja sér rekstrarfé í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Bönkunum er nú ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu á grunni samninganna með það að markmiði að fleyta fyrirtækjum yfir erfiðasta hjallann. Þetta úrræði ætti að gefa þjóðarskútunni einhvern byr í seglin á komandi misserum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum