Möguleiki er á því að ekki verði leyft að opna skemmtistaði þegar aftur verður slakað á samkomubanni þann 25. maí. Þetta kom fram á dagslegum upplýsingafundi um COVID-19 í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist hafa áhyggjur af fréttum af smitdreifingu í Þýskalandi og Suður-Kóreu í tengslum við skemmtanahald.
Þá kom fram á fundinum að reglur um að allir sem koma til landsins þurfi að fara í 14 daga sóttkví verði framlengdar en þær eru í gildi til 15. maí. Líklega verða þær í gildi til 15. júní. Framtíðarlausn um tilhögun þessara mála er á borðinu en verður kynnt síðar. Vegna ástandsins erlendis er ekki mikill þrýstingur á að slaka á þessum kröfum núna. Undanþágur hafa hins vegar verið veittar frá þessum reglum varðandi ýmsa starfsemi.
Engin smit greindust síðasta sólarhring. Er þetta fjórði smitlausi dagurinn í röð en þess ber að gera að aðeins 18 sýni voru tekin, öll á veirufræðideild Landspítalans.